Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 27

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 27
LISTAMANN A LAUNIN 179 sem þannig hefur misst listamannalaun, hlotið þau að nýju, ef hann sezt að aftur hér á landi. Og metur úthlutunarnefnd samkvæmt 10. grein þetta. 7. gr. — Sameinað Alþingi kýs árlega þriggja manna nefnd til þess að ákveða hverjir skuli hljóta listamannalaun. Áður en listamannalaun eru veitt í fyrsta sinn, skal öllum félögum og samtökum listamanna gefinn kostur á að gera til- 'ögur um hverjir þau skuli hljóta. 8. gr. — Listamannafé, sem veitt er í fjárlögum árlega, skal úthluta af nefnd þeirri, er um getur í 7. gr. 9. gr. — Við veitingu listamannalauna og úthlutun lista- mannafjár skal eingöngu miðað við listgildi verka lista- niannsins. 10. gr. — Eigi skal sækja um listamannalaun eða lista- mannafé. 11. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Hér er gert ráð fyrir að Alþingi heiðri framvegis eins og að undanförnu nokkra frábæra afreksmenn í listum. Eru þeir a hærri launum og ofan við alla þessa flokkaskipan. Eigi þarf að gera nánari grein fyrir þessum tillögum en þá, sem felst í fyrrgreindum athugasemdum um .frumvarp það, sem fram er komið á Alþingi um væntanleg launakjör listamanna. Hins vegar er ekki fjarri lagi, að í þessu sambandi birtist hér, í tímariti skálda og rithöfunda, nokkrar almennar hug- ieiðingar á víð og dreif um listir og listamenn, þref fuglanna um brauðið og úthlutunarnefnd. Alkunnugt er það stríð, sem árlega er háð hér í landi vegna öthlutunar á fé því, sem Alþingi ætlar til þess að launa lista- uienn landsins. Og er það í raun og veru öllum aðilum til skammar. Falla mörgum illa þessar sífelldu skammir, ádeilur °g persónulegar svívirðingar, sem þessu fylgja eins og reykur eldi. Bitnar þetta og hart á listamönnunum sjálfum, sem °ft þarfnast mest friðar og kyrrðar. Harðast eru þeir þó leiknir, sem eru í úthlutunarnefndinni, enda þótt þeir hafi verið valdir úr hópi mætra manna, og síðasta úthlutunamefnd- ln alla tíð talin sú langversta. Til úrbóta hefur þó margt verið reynt, en allt hefur það reynzt árangurslaust, óánægjan

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.