Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Page 29

Eimreiðin - 01.07.1956, Page 29
LISTAMANNALAUNIN 181 að nokkru í þeirri trú að „einkunnin" sé miðuð við listgildi og eigi annað. En víst myndu listamenn hjara, þótt styrkur- inn hýrfi. Við lifum ekki á öld Bólu-Hjálmars. Og listin myndi einnig hjara, því að hún er ódrepandi, nema ef til vill bak við loftþétt jámtjald ófrelsisins. Þá hefur það og heyrzt, að svanurinn syngi fegurst í sár- um, og bezt sé að kvelja listamennina til þess að þeir skapi fögur listaverk. Eitthvað er kannske til í þessu. En heldur er þetta þó villimannslegt, eins og að berja bam til bókar eða konu til ásta. Og á þessi hugsunarháttur sennilega ferri formælendur nú en fyrr á tíðum. Listin er blómstur mannkynsins. Og er næsta ónáttúrlegt að mönnum þyki eigi vænt um það eða vilji eigi hlú að því eins og bezt má. Listin er andi lífsins í sögu þjóðanna frá örófi alda. Er það eigi ritlistinni, sem íslenzka þjóðin á líf sitt að launa? Og hvernig hefur hún launað það? Og hvar er húsið, sem Kjarval var einu sinni lofað? Listin er vaxtarbroddur menningar og framþróunar og á rætur að rekja til gleðinnar af að skapa eitthvað nýtt, og til guðstrúar og fegurðarþrár, sem blundar í brjósti hvers ein- asta manns. Þess vegna getur það naumast verið alvara nokk- urs manns að vilja fara illa með þjúna listarinnar eða að þeim sé illa launað. Sú skoðun hefur lengi legið hér í landi, að góðir lista- utenn eigi að vera fátækir menn, sem ættu að búa úti í fjár- húsi í sveit og uppi á hanabjálkalofti í kaupstað, og ættu þeir helzt að deyja þar úr hungri og kulda. Nálægt fjármál- uni eða peningum máttu þeir alls eigi koma. Það er mesta furða, hve mikið enn eimir eftir af þessari bábilju. Jafnvel sumir listamenn eru svo teprulegir og þróttlausir, að þeir virðast sjálfir trúa þessu. Þetta er álíka heimskulegt og hættu- 'egt eins og þegar þeir telja sér trú um, að þeir "þurfi nauð- synlega að vera fádæma drykkjuræflar og slarka um nætur úl þess að verða viðurkenndir listamenn. Og munu flestir kannast við þessa stráka. Hóf er bezt í hverjum leik. Engum er eins nauðsynlegt og listamönnum að vera fjár- liagslega sjálfstæðir, svo að þeir þurfi eigi að selja sjálfa sig, stjórnmálaskoðun sína, trú sína og ást, því að frelsið er þeirra

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.