Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 40

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 40
Svarta re^lan eftir Guðmund Gíslason Hagalín. I. Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, sagði í ræðu, sem hann flutti hinn 1. ágúst s. 1., þegar hann var öðru sinni sett- ur inn í hið virðulega embætti: „Hér stendur lýðræði og þingræði föstum fótum. Norrænu eðli og stjómarfari verður ekki kippt upp með rótum á svip- stundu. Frá upphafi hafa íslendingar borið saman ráð sín. Og enn byggjum vér á því, að frjálsar umræður séu örugg' asta eða eina leiðin til að nálgast svo sannleik og réttlæti, sem enn er framast áskapað að geta náð. Ólíkar stefnur eru jafn- an uppi. „En það er enginn skaði,“ segir Jón Sigurðsson, „þ^ meiningamunur sé, heldur getur orðið skaði að, hvernig meiningunum er fylgt.“ Það er einmitt það, sem gerir mun- inn, einnig með lýðræðisþjóðum, hvernig meiningunni er fylgt fram. Það er hvort tveggja til, að flytja svo mál sitt, að mest sé byggt á fáfræði og ofstæki áheyrenda, eða á hinn veg' inn að tala til heilbrigðrar skynsemi og þjóðhollustu. En um ofbeldi til að koma fram máli sínu þarf ekki að ræða hér á landi.“ í vor fylgdist ég sem óvirkur áheyrandi og áhorfandi með hinni hörðu baráttu flokkanna í alþingiskosningunum, faS stefnuyfirlýsingar og greinar í blöðum, hlustaði á málflutn- ing frambjóðenda á fundum og í útvarpi og bar saman frá- sagnir blaðanna um frammistöðu hinna ýmsu aðila í mála- sennum. Forseti íslands áréttar þannig orð hins mikla fe>r' ingja íslendinga, Jóns Sigurðssonar: „Það er einmitt það> sem gerir muninn, hvernig meiningunni er fylgt fram- Hann bendir á hinar tvær gjörólíku leiðir til málflutnings, og minnir síðan með þessum orðum á hengiflugið. „Um of'

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.