Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 43

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 43
SVARTA REGLAN 195 a orrustuhóli íslenzkra þjóðmála, að upp á hann rnegi margur niaðurinn alls ekki stíga £æti sínum, án þess að í honum sortni tungan. Og hversu er svo ástatt meðal þeirra almennu kjósenda, sem þannig eru að skynsemi og skapgerð, að þeir ha£a skil- >'rði til að mynda sér skoðun og fylgja henni? Með tilliti til þess, sem hér er fjallað um, mundi mega skipta þeim í þrjá flokka. í einum þeirra eru menn, sem óháðir moldviðri blekkinga og ósanninda hafa valið sér þá leið á sviði stjómmálanna, sem skynsemi þeirra og að nokkru skapferli og lífsaðstaða hefur vísað þeim. Þá könnumst við allir við hóp af mönnum, sem svo hefur sortnað fyrir augum a vettvangi þjóðmálanna, að þeir vilja þar helzt ekki nærri koma, greiða sumir alls ekki atkvæði við kosningar, en aðrir ttteð hangandi hendi og þá helzt með tilliti til einstakra mála eða manna, sem þeim virðast að skömminni skástir í svip- En loks er svo ærinn fjöldi, ýkjulaust þúsundir kjósenda, sem smátt og smátt hafa sefjazt og þar með blindazt af iðkun stjórnmálaforystunnar á hinni svörtu reglu, hafa tamið sér af slíkri kostgæfni fylgi við sinn flokk, að þeir verja í líf og blóð allar hans gerðir og trúa hverju orði, sem málgagn hans iiytur um hvers konar mál. Þar með eru þeir orðnir gersam- iega rökheldir, og svo er þá með öllu vonlaust að sannfæra þessa menn um neitt, sem brýtur í bág við boð eða bann fiokksins, nema eitthvað alveg sérstakt komi til — og þá helzt Persónulegs eðlis. Mundum við svo ekki vera komnir nokkuð langt frá því, að það meirihlutavald, sem ríkir þessa eða hina stundina, sé til orðið fyrir skynsamlega athugun kjósendanna a stefnu flokka, gangi og úrslitum mála og gerðum ríkisstjórn- ar °g þingfulltrúa? Hvort mundi, þegar svona er komið, „meiningunni fylgt fram“ á heillavænlegan hátt fyrir þjóðina - menningu henn- ar- frelsi hennar? Ég hygg, að svar þeirra, sem yfirvega málið af >»heilbrigðri skynsemi og þjóðhollustu", svari þessari spurn- lngu neitandi. Þegar ástandið er orðið þannig, að höfundar stjórnmálagreina og stjórnmálafrétta og forystumenn, sem tala til þjóðarinnar á mannfundum, fara með blekkingar, stýfa sannleikann og láta sér jafnvel ekki fyrir brjósti brenna

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.