Eimreiðin - 01.07.1956, Side 47
Svipmyntlir frá Islandi
eftir G. K. Yeates.
Þegar komið er norður fyrir sextugustu breiddargráðu,
íer þekking á landafræðinni jafnan að minnka. Það er eins
°g hinn siðmenntaði maður hafi aldrei komizt norður fyrir
Björgvin og Stokkhólm og eftirlátið allt landssvæði þar fyrir
norðan Eskimóum einum og hvítabjörnum — auðvitað að
undanskildum hinum hugdjörfu landkönnuðum, sem af
óskiljanlegum ástæðum hverfa frá notalegum aringlóðum
heimilisins til þess eins að skjálfa af kulda á hájöklum og
°g hjarnbreiðum norðursins. Því eru það langflestir, sem
halda að nafnið ísland sé samtengt norðurpólnum og þar sé
ekki annað að finna en Eskimóa og snjóhús þeirra.
Ekkert menningarland vorra tíma hefur orðið eins illi-
^ega fyrir barðinu á misskilningi og vankunnáttu og ísland.
Nafni landsins er að nokkru leyti um þetta að kenna, en auk
þess hefur hin tíða tilvísun til hinna „djúpu lægða yfir ís-
landi“ í veðurfregnum brezka útvarpsins haft sín áhrif á
ftdlljónir hlustenda og veitt þeim heldur drungalega og vafa-
sama fræðslu um landið, svo að þaðan hafa þeir um það
heldur en ekki rangsnúnar hugmyndir. En Grænland er
^ hinn bóginn álitið vera sannkallaður Edengarður. Ekki
'arð dvöl brezkra hermanna á íslandi á styrjaldarárunum
heldur til þess að breyta neitt verulega til batnaðar hugmynd-
um brezks almennings um landið og þjóðina. Enda þótt all-
ir þeir hermenn, sem til íslands komu, hafi kannske litið
Beykjavík augum, þá voru þó flestir þeirra þegar í stað
^uttir í herbúðir fyrir utan bæinn, og flestum hafði þeim
Veríð valinn heldur óvistlegur staður, annaðhvort svartur
^uelsandur eða eyðileg hraunbreiða, og hætt er við að Tóm-
asi Atkins hafi þótt þriggja til fjögurra mánaða vist sín við
heræfingar þar heldur ömurleg og frekar til þess fallin að