Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 48

Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 48
200 EIMREIÐIN staðfesta fyrri hugmyndir hans um landið. Við verðum einnig að minnast þess, að hinn brezki hermaður var innrásarmaður í vissum skilningi, ef til vill vinveittur innrásarmaður, en eigi að síður óboðinn, og hann var þátttakandi í hernámi stoltr- ar þjóðar, sem var að búa sig undir að lýsa yfir sjálfstæði sínu. Því varð hann ekki fyrir áhrifum hlýrrar vináttu og gestrisni, eins og annars hefði getað orðið. Af þessu leiðir það, að niilljónir manna þekkja ennþá lít- ið sem ekkert til íslands nema nafnið eitt. Ef leitað væri eftir frekari vitneskju, mundir þú sjálfsagt fá þær upplýsing- ar, að landið lægi einhvers staðar langt í norðri í námunda við norðurpólinn, og því myndi sjálfsagt haldið fram í hrein- ustu alvöru, að þar byggju Eskimóar einir saman. Staðreyndirnar tala allt öðru máli. Landið gæti eins vel heitað Eldland og ísland. Það er með naumindum, að nyrztu hlutar þess — Rifstangi og Grímsey — komist norður fyrir heimskautsbauginn. íbúar þess eru vel menntaðir Norður- landabúar, sem eiga langa og litríka sögu að baki og hafa skapað sér virðulegan sess á sviði heimsbókmenntanna. Þeir búa ekki í snjóhúsum, og á íslandi eru engir hvítabimir til- Island er sannarlega undravert land, og sú staðreynd, að það gæti eins vel heitað Eldland, er í sjálfu sér nokkur mæli- kvarði á þá fjölbreytni og þær andstæður, sem þar er að finna. Allt frá því að eldfjöll og jöklar urðu fyrst til, hefur þetta eyland verið leiksoppur þeirra, og á hverjum fingri þess má sjá ör elds og ísa. Ekki er heldur lokið veldi þessara máttar- valda náttúrunnar, því að við rætur hins skjannahvíta jökul- skalla má oft líta fagran dal, sem er næstum umlukinn gufu- mökkum hinna heitu hvera. Þaðan, sem Geysir og Hekla gjósa, þarf augað ekki lengi að leita til þess að finna hina eilífu ísa Vatnajökuls, mestu jökulbreiðu Evrópu. Enn þann dag í dag mætast þessar tvær höfuðskepnur á Islandi í hrika- legum bardaga. Þegar eldgos eiga sér stað undir jökulbung- unni, bráðnar heilt fjall af klaka- og snjóalögum á einni nóttu og ryður sér braut fram til sjávar af ómótstæðilegu reginafh- Slíkir atburðir eru nægilega algengir á íslandi til þess að tunga íslendinga eigi yfir það sérstakt heiti — jökulhlaup nefna þeir það. I marzmánuði árið 1947 varð Hekla þreytt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.