Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 54
206
EIMREIÐIN
aðist það ekki aftur fyrr en mörgum öldum síðar, í dögun
núverandi fullveldis landsins, en það fullveldi var loks endur-
reist að fullu árið 1944 eftir langa baráttu.
ísland nútímans getur sýnt umheiminum litla þjóð, sem
nú hrósar sigri yfir því að hafa af eigin rammleik og festu
ræktað sér sinn eigin lund í sól menningarinnar. Þetta hefur
hinni smáu þjóð tekizt, þrátt fyrir hið hrjóstruga og erfiða
umhverfi, sem ekki aðeins bauð upp á eins lítil náttúrugæði
og hugsazt getur, þó að ekki sé tekið tillit til þeirra lands-
svæða, sem hulin eru eilífum ísi, heldur fjandskapaðist við
hana og olli eyðileggingu.
íslendingurinn er fáeddur í nágrenni jökla og eldfjalla, sem
hljóta að teljast liinir verstu nábúar, sem náttúran hefur upp
á að bjóða, og hefur frá upphafi þurft að heyja hina hörð-
ustu baráttu við náttúruöflin og eyðileggingu þeirra. Sigrar
hans hafa verið ótrúlega miklir og öllu meiri fyrir það, að
aldrei hafa íslendingar tekið þátt í styrjöldum. Allt þetta
hefur átt sinn ríka þátt í því að móta skapgerð og persónu-
leika íslendingsins. Sjórinn hefur skapað sjálfstraust hahs,
ævintýraþráin þekkingu á umheiminum, samgönguerfiðleik-
arnir hinn öfundsverða eiginleika góðvildar og gestrisni,
jökulhlaupin og eldgosin hina óbifandi festu og framsækm,
sem gert hefur íslendingum kleift að leggja vegi í gegnum
hraunin og símalínur um óbyggðirnar.
Eitt aðalvitnið um þennan sigur mannsins yfir umhverfi
því, sem hann lifir í, er Reykjavík. Enda þótt útlit og skipu-
lag borgarinnar falli kannske ekki öllum í geð, hlýtur hún
samt að teljast allmerkilegt afrek. Reykjavík er ísland, þ3®
er að segja ísland nútímamannsins, sem stendur andspænis
íslandi fjalla og jökla, og borgin virðist vera hálfgert vand-
ræðabarn fyrir þetta harðbýla land. í Reykjavík býr hvorki
meira né minna en rúmlega einn þriðji hluti allra íbúa
landsins, sem eru 160000 að tölu, og enn streymir fólkið
þangað frá öðrum landshlutum. Slík samþjöppun íbúanna
á einn stað getur auðvitað ekki orðið til neins góðs fyrir
landið í heild. Efnahagsvandamál íslands og eðlilegt jafn'
vægi á því sviði eru og munu líklega alltaf verða mjög erfið
viðfangs. Skortur á náttúruauðæfum, svo sem kolum °S