Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 59

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 59
SVIPMYNDIR FRÁ ÍSLANDI 211 Allt er á ferð og flugi, alls staðar ys og þys, og auðvitað er loftið þrungið fiskþef. Annars fijúga minningarnar frá Reykjavík í smámyndum gegnum hug mér: Lítið um grænan gróður, rykið mikið í þurru veðri; yfir hverja götu liggja ótalmörg loftnet þvers °g kruss; hvergi sést hundur, en hins vegar mikið af ótrúlega stórum og bústnum köttum; ótalmargir strákar að selja mörg °g álíka óskiljanleg blöð; hinir ótrúlega skæru litir og ein- kennilegu mynstur í hálsbindum karlmannanna, túlípanar og páskaliljur í almenningsgörðunum; íslenzka brennivínið, sem gárungarnir hafa gefið hið vel viðeigandi nafn Svarti dauði; °g þegar ég kem inn á skrifstofu brezka sendiráðsins, er fyrsta ritið, sem ég sé, tímarit verzlunarráðsins í Leeds. Þá finnst mér sem ég væri kominn aftur heim. Hvarvetna mætir manni sama góða viðmótið og gestrisnin. Og loks er það Borgin. Auðvitað Borgin, því að hún er merkilegasta dæmið sem ég þekki um algjöra og fullkomna emokun í sölu og veitingu áfengra drykkja. Allt vín og tobak á íslandi er einungis selt gegnum einkasölu ríkisstjórn- arinnar, en af einhverjum dularfullum ástæðum er Hótel Borg og eins konar útibús-næturklúbbur hinum megin Aust- urvallar einu veitingastaðirnir á öllu íslandi, þar sem hægt er að fá keypt staup af víni. Það liggur í hlutarins eðli,' að þessir tveir staðir eru aðalmiðstöðvar næturlífsins. Þegar ^omið var fram undir miðnætti, voru raðirnar af tómum Höskum á borðunum orðnar svo umfangsmiklar og andrúms- loftið svo þykkt af reyk, að ég.gat einna helzt ímyndað mér ^naspu vestur í Yukon á dögum gullæðisins. Saman við þetta aBt blandaðist liávær jassmúsik, og hvarvetna gat að líta hinar lK)kkalegu, ljóshærðu íslenzku stúlkur. Ekki hefði mig furð- a®> þótt einliver hefði dregið upp byssu, en þó hef ég ekki mðið fyrir öðru hnjaski inni á Hótel Borg en að fá allhart sPark í afturendann og vingjarnlegt klapp á öxlina, og því fy!gdi drafandi beiðni urn að koma og fá mér meira í staup- lnu- Borgina, „höll norðursins“, eins og einhver hefur nefnt Bana, verða allir ferðamenn að heimsækja. Mig furðar ekki ,l Því, þótt þingmennirnir utan af landi fjölmenni þar, þegar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.