Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 69

Eimreiðin - 01.07.1956, Blaðsíða 69
LOKAHRÍÐIN 221 var það hann, sem brá við skjótt og riddaralega og hjálpaði henni niður úr gamla háöxlaða almenningsvagninum. Hann stakk upp á því, að þau fengju sér hressingu á einum af veit- ingastöðunum á ströndinni, og hún þekktist það. Þegar ann- arri dvalarvikunni lauk, sagði hún honum sem var: „Ég er ekkja. Maðurinn minn beið bana heima í nám- unni. En ég á dálítið til, — er ein míns liðs og engum háð.“ Hún sagði þetta með nokkrum hátíðleik, því að hún vildi gjaman vekja virðingu hans. „En hvað það var gott,“ sagði Ted Cricks. „Já, ég verð víst að halda heim á mánudaginn. En ég get áreiðanlega skroppið til þín um helgi, strax þegar þú ert komin heim, ef þú kærir þig um. Er ekki einhver gististaður þarna, þar sem ég get fengið inni?“ Henni varð hugsað til nágrannanna og vissi ekki, hverju svara skyldi. En töfrum slungið umhverfið, heiðblár himinn- inn og hljómlistin, sem barst frá bryggjunni, gerði hana bjart- sýna á tilveruna. Hún lét honum í té heimilisfang sitt og bauð honum heim um næstu helgi. Hann gæti gist hjá Dai, föðurbróður hennar. Hann kvaðst mundu senda henni sím- skeyti frá Birmingham. „Kem bráðum heim. Yndislegt veður.“ Það var allt og sumt, sem hún skrifaði á póstspjaldið, sem hún hafði sent Dai föð- Ufbróður sínum. Fjörutíu pundum hafði hún sóað, og nýja ferðataskan hennar var úttroðin. Hún hélt enn kyrru fyrir í nokkra daga. Ennþá átti hún dánarbæturnar óeyddar — hús, búið öllum húsgögnum — og svo voru það þá öll fyrirheitin 1 sambandi við aðdáandann frá Birmingham. Á heimleiðinni staldraði hún við í Cardiff og lauk skemmti- ^egu sumarleyfi með þrem stórum portvínsglösum. Það var tekið að skyggja, er hún kom aftur heim í námudalinn. Hún Var í hárauða kjólnum og átti þrjú pund eftir í handtöskunni sinni. Hún ætlaði ekki að láta sig neinu skipta, hvað það slúðraði í dalnum. Hún dáðist að sjálfri sér, því að hún vissi, að hún var glæsileg ásýndum. Það var kominn tími til þess, að konurnar hérna eignuðust örlítið af sjálfsvirðingu. Henni s[óð öldungis á sama um, hvað nautheimskir nágrannarnir bynnu að hugsa henni fyrir allt skartið. Sam átti það ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.