Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 69
LOKAHRÍÐIN
221
var það hann, sem brá við skjótt og riddaralega og hjálpaði
henni niður úr gamla háöxlaða almenningsvagninum. Hann
stakk upp á því, að þau fengju sér hressingu á einum af veit-
ingastöðunum á ströndinni, og hún þekktist það. Þegar ann-
arri dvalarvikunni lauk, sagði hún honum sem var:
„Ég er ekkja. Maðurinn minn beið bana heima í nám-
unni. En ég á dálítið til, — er ein míns liðs og engum háð.“
Hún sagði þetta með nokkrum hátíðleik, því að hún vildi
gjaman vekja virðingu hans.
„En hvað það var gott,“ sagði Ted Cricks. „Já, ég verð víst
að halda heim á mánudaginn. En ég get áreiðanlega skroppið
til þín um helgi, strax þegar þú ert komin heim, ef þú kærir
þig um. Er ekki einhver gististaður þarna, þar sem ég get
fengið inni?“
Henni varð hugsað til nágrannanna og vissi ekki, hverju
svara skyldi. En töfrum slungið umhverfið, heiðblár himinn-
inn og hljómlistin, sem barst frá bryggjunni, gerði hana bjart-
sýna á tilveruna. Hún lét honum í té heimilisfang sitt og
bauð honum heim um næstu helgi. Hann gæti gist hjá Dai,
föðurbróður hennar. Hann kvaðst mundu senda henni sím-
skeyti frá Birmingham.
„Kem bráðum heim. Yndislegt veður.“ Það var allt og sumt,
sem hún skrifaði á póstspjaldið, sem hún hafði sent Dai föð-
Ufbróður sínum. Fjörutíu pundum hafði hún sóað, og nýja
ferðataskan hennar var úttroðin. Hún hélt enn kyrru fyrir í
nokkra daga. Ennþá átti hún dánarbæturnar óeyddar — hús,
búið öllum húsgögnum — og svo voru það þá öll fyrirheitin
1 sambandi við aðdáandann frá Birmingham.
Á heimleiðinni staldraði hún við í Cardiff og lauk skemmti-
^egu sumarleyfi með þrem stórum portvínsglösum. Það var
tekið að skyggja, er hún kom aftur heim í námudalinn. Hún
Var í hárauða kjólnum og átti þrjú pund eftir í handtöskunni
sinni. Hún ætlaði ekki að láta sig neinu skipta, hvað það
slúðraði í dalnum. Hún dáðist að sjálfri sér, því að hún vissi,
að hún var glæsileg ásýndum. Það var kominn tími til þess,
að konurnar hérna eignuðust örlítið af sjálfsvirðingu. Henni
s[óð öldungis á sama um, hvað nautheimskir nágrannarnir
bynnu að hugsa henni fyrir allt skartið. Sam átti það ekki