Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 72

Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 72
224 EIMREIÐIN fang hans. En ef til vill kæmi hann alls ekki, ef til vill hafði hann hana bara að leiksoppi, eins og mönnum var títt í sumarleyfum. Þegar allt kom til alls, var hann sennilega kvæntur. Hún reikaði um húsið og vann störf sín annars hugar. Sam lét sem hann sæi hana ekki; þetta nýja viðhorf hafði aukið honum kraft og festu. Hann fór ekkert út, nema þeg- ar hann skrapp niður að stígnum bak við garðinn og skraf- aði við samverkamenn sína úr námunni. Hún komst ekki hjá því að fara út í bæ; konurnar gláptu á hana forvitnislega; hún leit niður fyrir sig. Þegar hún kom heim, var hann að rífa nýju ferðatöskuna hennar í tætlur. Augnaráð hans var rólegt, en óhugnanlega fast og ákveðið. „En . . . þetta er blátt áfram bjánalega!" stamaði hún. „Haltu þér saman," sagði hann. Honum varð litið á inn- kaupatöskuna hennar. „Þér er betra að fara strax að spara saman. Það eru sextíu pund, sem hann verður að fá greidd, hann föðurbróðir þinn.“ Þannig liðu þrír langir dagar. Sam var þögull, en hafði alltaf auga með henni. Honum varð ekki á að snerta hana, — hvorki nótt né dag. Kviksetningin hafði ekki orðið hon- um að líkamlegu meini, en var ekki hugsanlegt, að hann hefði orðið fyrir andlegu áfalli? Kynlegum, þöglum krafti geislaði út frá honum. Hann hafði alltaf ráðskað með hana og þvaðrað og gortað, en nú kúgaði hann hana með allt öðr- um hætti; hún fann, að hún var á valdi hans og undir eftir- liti hans, jafnvel þegar hún var ein á ferli úti við. Hana langaði til að flýja; hún ætlaði að fara til Dai föðurbróður síns, hún ætlaði að æpa og halda því fram, að Sam hefði ein- hverja hræðilega hefnd í undirbúningi; ef til vill ætlaði hann að myrða hana. Ekki varð á neinu séð, að hann hefði í hyggju að fara aftur til vinnu. Bara hann færi nú að horfa á hunda- veðhlaupin! Hvað eftir annað var hún komin alla leið þangað, seffl sporvagninn nam staðar, en sneri alltaf heim aftur. Og alltaf sat hann við eldavélina, sveigði digran svírann og gluggaði í dagblað. Segði hún eitthvað, skipaði hann henni að þegja-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.