Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 73

Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 73
LOKAHRÍÐIN 225 „Hvemig á ég að spara saman alla þessa peninga?“ kjökr- aði hún, og það vottaði fyrir þvermóðsku í röddinni. „Þú getur svelt þig,“ sagði hann hranalega. „Og þú skalt bara reyna það að eyða peningum í tuskudruslur á næst- unni, þá skaltu fá að kenna á mér, — það máttu bóka.“ Sjaldan er ein báran stök. Megan var ekki heima, daginn sem símskeytið kom; það var Sam, sem tók við því og reif það upp. Hún fann það á eldhúsborðinu. — „Kem á morgun upp úr hádeginu. Ted.“ Sam sat niðursokkinn í bók eftir Dickens, liann hafði feng- ið hana að láni hjá nágrannanum. Hann þagði, og hún gat ráðið það af baksvipnum, að það var vonlaust verk að ætla sér að toga orð út úr honum. Hún fór upp á loft, lagðist upp í rúmið, gripin annarlegu magnleysi í maganum. Eftir andartak kom henni dálítið í hug, og hún reis upp með hefndarglampa í augum. Nú bauðst tækifærið — nú eða aldrei. Daginn eftir Hjó hún sig sem bezt hún kunni, dyftaði sig 1 framan og tók inn asperín. Svo sagði hún við Sam: „Það kemur gestur og drekkur te með mér í dag.“ „Einmitt það,“ sagði hann, „já, ég verð heima.“ Og hann hélt áfram að lesa í bókinni. Þetta var að gera hana brjálaða. „Hvenær byrjar þú að vinna?“ neyddi hún sig til að spyrja. „Það fær þú að vita, þegar þar að kemur . . . En þú skalt ekki ímynda þér, að ég fari að þræla fyrir þessum sextíu pundum handa honum föðurbróður þínum, — nei, fjandinn hafi það! Þann draug verður þú sjálf að kljást við — þó það taki þig svo tíu ár.“ „Þú . . . þinn djöfull!“ hvíslaði hún. En um leið varð hún gripin þessu magnleysi yfir um sig. Sam hélt áfram að lesa. Það kom aðeins ein lest eftir hádegið. Megan hefði getað farið til móts við hann á brautarstöðina. En hún sat heima. Hún vildi ekki eiga það á hættu, að Ted færi um hæl án þess að fundum þeirra, hans og Sams, bæri saman. Vatnið Vaf komið að suðu á eldavélinni, þegar barið var að dyrum. Sam hélt áfram lestrinum; hann sat þarna í buxnaræflunum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.