Eimreiðin - 01.07.1956, Qupperneq 77
LOKAHRÍÐIN
229
til vill nokkurn ótta í sínum áferðafallega, hversdagslega
svip. Hann opnaði munninn, en lokaði honum aftur. Nú var
stund ákvörðunarinnar upp runnin. Skyndilega spratt Megan
upp af eldhússbekknum, og augnaráð hennar var tryllings-
iegt.
„Fantur, skepnal" æpti hún og óð að Sam með kreppta
hnefana. „Væri ég karlmaður, skyldi ég berja þig í rot! Mig
gildir einu, livort hann tekur mig með sér eða ekki. Ég fer
frá þér!“ Froðufellandi af reiði gekk hún skrefi nær honum.
Hann leit ekki af henni, og af augnaráði hans mátti ráða,
að nú væri hann tekinn að reiðast. „Þú hefur alltaf verið
þræll og fúlmenni, ég hata þig. Það væri þér mátulegt, að
þú lægir og rotnaðir niðri í námugöngunum!“
Þau nístu hvort annað heiftaraugum. Hún æpti:
„Ég fer frá þér, ég ferl“
Sam lyfti hendi eins og til vamar, — það var sú með tveim-
ur fingrunum. Megan starði á þá sem sturluð. Það var engu
líkara en vottaði fyrir djöfullegum glottglampa í augum hans.
En hann sagði kaldranalega:
„Gleymdu ekki sextíu pundunum, sem þú skuldar honum
Dai, föðurbróður þínum — og þekki ég rebba gamla rétt,
hefur hann upp á þér, hvert sem þú ferð, og lætur þig ekki
í friði, fyrr en hann hefur fengið skuldina greidda að fullu.“
Megan hopaði frá honum og lét fallast grátandi á eldhús-
bekkinn.
„Hvers vegna gazt þú ekki drepizt niðri í námugöngun-
um!“ vældi hún.
Sam sneri sér að gestinum.
„Jæja, hvað hyggizt þér fyrir? Takið einhverja ákvörðun,
maður! Kvenfólki er ekkert um hengilmænur gefið. Ef þér
viljið fá hana, — takið þér hana þá!“
Ted þuklaði vandræðalega hattinn á hnjám sér. Svo taut-
aði hann lágt:
„Ef þér viljið ekki gefa eftir skilnaðinn, kemur það víst
ekki til greina."
„Jæja, það má heyra, að þér berið virðingu fyrir hjóna-
bandinu," sagði Sam, og það var viðurkenningarhreimur í
töddinni. Hann bætti við, ofboð góðlátlega: