Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 84

Eimreiðin - 01.07.1956, Síða 84
Indriöi G.Þorsteinsson: SJÖTÍU OG NÍU AF STÖÐINNI. Skáldsaga. — Iðunnarútgáfan 1955. Þetta er ekki löng saga, og fólk- ið, sem frá er sagt, er síður en svo merkilegra en fólk er flest. Ekki er sagan heldur mjög viðburðarík. En hvað sem þessu líður, er þetta bók, sem ótvírætt mun teljast at- hyglisvert skáldrit — og það því frekar, sem höfundurinn er tiltölu- lega ungur að árum og hefur að- eins gefið út áður smásagnasafn, sem raunar vitnaði um stílgáfu, vakandi athygli og talsverða hug- kvæmni, en var hins vegar all- svaðalegt og benti á nokkurn skort á skynsamlegu mati viðfangsefna og vöntun á jafnvægri smekkvísi. Það hefur verið fundið þessari sögu til foráttu, að hún beri keim af anda Williams Faulkners — og að stíllinn minni um of á stíl Ern- ests Hemingways. Ásökunin um Faulkners-keiminn er aðeins firra, þó að það viðhorf, sem óbeint kemur fram í sögunni, minni ef til vill að einhverju leyti á andann í skáldskap Faulkners. Um áhrif frá Hemingway þarf ekki að deila. Þau eru auðsæ. En þau eru ekki það meginatriði, að sagan verði ósjálfstæð og ómerk stæling. Og það megum við muna, að fjöldi is- lenzkra góðskálda hefur orðið fyr- ir áhrifum frá erlendum höfund- um. Jónas Hallgrímsson lærði af Heine, staða og mótun aðalpersón- anna hjá Jóni Thoroddsen mundi að nokkru vera mótuð af áhrifuni frá Walter Scott, stíll Benedikts Gröndals ber þess glöggt vitni, að hann hefur lært af Voltaire, Gest- ur Pálsson lærði af Kielland og fleiri hinum listrænustu realisturn, Þorsteinn Erlingsson lærði af By- ron — og stíll Laxness mun ekki ósnortinn af stil Hamsuns, Sin- clairs Lewis og Hemingways — °S svona mætti halda áfram, þótt hér verði nú látið staðar numið. Og hvað sem sagt verður um áhrif iri öðrum á höfund þessarar bókar, þá hefur honum með stílnum og vali umhverfis, persóna og atburða tekizt að gefa henni gildi langt út fyrir takmörk þess, sem í fljðul bragði virðist koma þar fram. Dalabarnið á mölinni, tæknileSa glúrið og með veraldarsnið á föt um sínum, háttum og tali, er frani andi manneskja i ys og þys ^iX]s steinda strætis og hinna glymjan ! og urrandi véla, og það horfir sín um innri augum i undrun og hálf' gildings skelfingu á allt glitið °S glysið. En heiman ég fór — og þa viðurkennist ekki, að rétt sé a snúa aftur — og ef til vill er Þa hvorki rétt né hægt, en hjarta h!U heimsmannslega dalabarns ^ heima í dalnum, þar sem f'® e í túni og önd i sefi, lambið jam1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.