Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1956, Side 88

Eimreiðin - 01.07.1956, Side 88
240 EIMREIÐIN Allt líf var skuggi: úr raoldinni myrkrið fló og máninn huldist skýi sem slokknað auga og tíminn villtist og vindurinn heit og sló er vofurnar báru gullið í sína hauga. Svo þung var öldin að allan skilning mig þraut og uglur vældu og loftið titraði af rógi: ég lagði höndina á himinbogann og skaut og hæfði fegursta dýrið í Goðaskógi. í saklausri angist drúpti drottningin Hind er dreyrinn seytlaði úr brjósti konungsins Hjartar: í nótt var eðli mitt nakið og sál mín blind — í nótt urðu hvítu liljurnar mínar svartar. Sýnishorn liinnar aðferðarinnar, þar sem hugsunin er látin komast af án ríms í venjulegum skilningi orðsins, skulu tilgreind hér tvö að lokum. Fyrra kvæðið kallast Fer- skeytlur: Rennur gegnum lijarta mitt blóðsins heita elfur: upp í strauminn bylta sér kaldir sorgarfiskar. Út um tálknin japla þeir þungum svörtum kvörnum þar til eins og kolabotn undir niðri verður. Sit ég við hið rauða fljót — stari niðri djúpið þar sem Gleði dóttir mín liggur nár í myrkri. Síðara órímaða ljóðið, sem nefnt skal, er Örlög: Við munum öll gleymast: við sem eltum sílin í bæjarlæknum páruðum nafn okkar í snjófölið á ísnum hlóguni og grétum á víxl — öll munum við gleymast. Líf okkar er sviptónn í ófullgerðri hljómkviðu: fýkur brátt sem neisti veg allrar veraldar — eftir liggur aska. Og áfram snýst hnötturinn samur og jafn eins og við hefðum aldrei verið til: Það er svo skrýtið að hugsa sér þessa fögru jörð í sólskini hugsa sér gras gróa og ull vaxa á sauðum eins og við liefðum aldrei verið til- Jóhannes úr Iíötlum lítur í þess‘ um kvæðum yfir farinn veg, en sér jafnframt til fyrirheitna landsins — og þangað ætti hann að geta kom- izt í fylgd með ungu og umdeildu skáldunum, sem vilja ekki, að sál þeirra verði gömul. Helgi Sœmundsson■

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.