Eimreiðin - 01.05.1962, Qupperneq 63
EIMREIÐIN
151
Oetta gamla virðulega skólahús hýsir nú hina sögulegu sýningu.
^ þessari sýningu er líkan af Bieringsbúð, skólahúsinu frá 1862,
eir*nig líkan af Hausastaðaskóla, en það var heimavistarskóli, styrkt-
Ur af Thorkilliisjóði. Hefur Eggert Guðmundsson listmálari gert
1$ði líkönin. Þá verða þarna fjaðrapennar, kálfsblóð og sólblek.
Gefst gestum kostur á að skrifa nafn sitt með þessunr fornu skrif-
í$rum. Einnig verða þama ýmsar gamlar og merkar lærdómsbæk-
Ur> nr. a. Stöfunartabla Bjarna Arason, er kom út 1816. Þetta var
stafrófskver og merkileg bók að því leyti, að þar er fyrst gerð tilraun
lll að kenna latínuletrið við hliðina á gotneska letrinu. Ýmsar aðr-
ar nrerkisbækur verða þar, og nokkrir hlutir úr eigu skólamanna
l9- aldar. Minnst er með myndum og frásögnum ýmissa áfanga í
''k'úlamálasögunni. Þar má t. d. nefna lögin um skrift og reikning
880, fræðslulögin 1907, stofnun Kennaraskólans. Þá kemur nýi
tlrninn með nýjan svip.
. Eru sýnd margs konar verkefni: heilsugæzla, lúðrasveitir barna,
eillnuskólinn, skólagarðar, sparifjársöfnun, handavinna, samvinna
uemenda við einstök námsatriði. Skólamir sýna námskröfur, verk-
e'lr,i, úrlausnir og einkunnir, t. d. við landspróf. Auk þess fjölmargt
Senr einkennir skólastarfið á þessum síðustu missirum.
^largt, sem fram kemur á sýningu þessari er vissulega þess virði,
a® það sé geymt til þess að halda við samhengi sögunnar á þessum
SVlðum.
^ýningin er einn þáttur í sögu hugsunarinnar í landinu.