Eimreiðin - 01.05.1962, Page 106
Bók sú, er hér birtist, er án efa í
flokki merkustu œvisagna á ís-
lenzku. Höfundur hennar, dr. Hann-
es Þorsteinsson, .þjóðskjalavörður,
átti langa og viðburðaríka œvi. —
Hann var í innsta hring íslenzkra
stjórnmála um langt skeið, bœði
sem ritstjóri Þjóðólfs, alþingismað-
ur 'og áhrifamaður í Heimastjórn-
arflokknum. Hann átti hlutað lausn
viðkvœmustu vandamála í íslenzkri
sjálfstœðisbaráttu og kynntist mikl-
um fjölda íslenzkra og erlendra
manna.
Dr. Hannes var einnig óvenjulega
traustur frœðimaður. Stó'rvirki hans
í íslenzkri sagnfrœði og mannfrœði
munu ávallt skipa ,honum í röð
fremstu afreksmanna í þeim grein-
um. Hann andaðist árið 1935.
Dr. Hannes ritaði œvisögu sína á
árunum 1926—28. Síðan innsigl-
aði hann handritið með þeim fyrir'-
mœlum, að innsiglið mœtti ekki
brjóta fyrr en á aldarafmœli hans.
Ævisaga dr. Hannesar er hreinskii-
ið og hispurslaust ritverk. Höfund-
urinn er óhrœddur að flíka skoðun-
um sínum á mönnum og málefn-
um. Hann ritar góða og fagra ís-
lenzku, er stálminnugur, skýr í
hugsun og hefur nœga kímnigáfu.
Þetta er bökln, sem geymd
var undlr Innslgll í áratugl
og enginn mátti sjá fyrr en á aldarafmœli
höfundarins
ALMENNA BÓKAFÉLAGiÐ