Eimreiðin - 01.01.1963, Side 25
EIMREIÐIN
Þau vísindi, sem hér hafa verið nefnd, hafa að sönnu látið heim-
speki og lífsskoðun forsendur í té. F.n meðferð þeirra raka er miklu
fremur afleiðing af lífsviðhorfi, af því, hvernig maðurinn vill
skilja sjálfan sig, heldur en rökræn, knýjandi afleiðing neinna
staðreynda. Og væntanlega dylst engum lesanda þessara lína, að
þær ályktanir, sem bent var á, fara langt út fyrir mæri þekkingar
eða vísinda, engu síður en það, sem guðfræðin ályktar út frá
sínum forsendum.
VII.
Hvorki þróunarkenningin né sálfræði nútímans hafa afhjúpað
neitt, sem guðfræðinni þarf að koma á óvart. Biblían veit, að mað-
tirinn er af jörðu kominn, blómgast og visnar sem grasið á mörk-
mni, stendur við hlið fugla, ferfætlinga og skriðkvikinda, einn
meðal annars, sem af dufti er fætt og hverfur aftur til duftsins.
Biblían veit líka, að hugur manns geymir marga viðsjála dul.
..Svikult er hjartað framar öllu öðru og spillt er það, hver þekkir
það?“ Hún veit, að þá er manninum hættast, þegar hann treystir
sér framast, hvort sem hann birtist í gervi þeirrar kynslóðar, sem
ætlaði að reisa borg og turn, er næði til himins, eða þess farisea,
sem flutti klassíska bæn í helgidóminum. Hiin dáir vitsmuni
mannsins og mátt sem gjafir þess Guðs, sem hefur skapað hann,
en skellist hvort tveggja, ef það lýtur ekki æðsta hæfileika manns-
lns> samvizkunni, vitundinni um ábyrgð fyrir Guði og gagnvart
h'fi og heill annarra.
Maður Biblíunnar er fallinn, syndari.
Með þeim úrskurði er hún ekki að ræða sálfræði mannsins. Hún
er að setja hann, mann sögunnar og reynslunnar, í afstöðu til
skapara síns: Hann bregzt hinum góða höfundi sínum, meinbug-
miir í fari hans eru ekki álög eða örlög, ekki náttúrunauðsyn,
hann er ekki á valdi ábyrgðarlausra, frumstæðra eyðingarafla, er
fy%i tilvern hans frá öndverðu, hann ber ábyrgð á sjálfum sér,
hann er annað en náttúra, hann er persóna. Hinn þyngsti dóm-
nr> sem Biblían fellir um manninn, er þannig óbeinn boðskapur
Urn tign hans. Sérstaða hans er ekki sú, að hann er skapaður af
f,uði, heldur hin, að hann er — glataður sonur.
Kristinn maður trúir ekki á þennan glataða son, heldur föður-
Uln> sem elskar hann. Og vegna Jæirrar trúar getur hann aldrei
°rðið svartsýnn, aldrei vonlaus.