Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1965, Qupperneq 86

Eimreiðin - 01.09.1965, Qupperneq 86
282 EIMREIÐIN í gagnorðri og fróðlegri inngangs- ritgerð sinni gerir dr. Hollander nokk- urn samanburð á þeini Thucydides, gríska sagnfræðingnum víðfræga, og Snorra, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hinn síðarnefndi sé um margt fylli- lega sambærilegur sem sagnfræðingur við hinn íyrrnefnda, snilligáfa Snorra mjög aðdáunarverð og rit hans sér- stæð í sagnfræðilegum bókmenntum Norðurálfu. Annars fjallar dr. Hollander rétti- lega í inngangsritgerð sinni aðallega um Heimskringlu sjálfa, heimildir hennar, ritun, bókmenntalega snilld, gildi hennar og víðtæk áhrif. Jafn- framt víkur hann að sjálfsögðu að öðru liöfuðriti Snorra, Eddu hanS, og lætur þess ennfremur getið, með fræði- mannlegri varfærni, að vera megi, að hann sé einnig höfundur Egils sögu. Þeim, er þetta ritar, virðast rök dr. Sigurðar Nordal fyrir því, að Snorri sé höfundur sögunnar, vera bæði sterk og sannfærandi. Til grundvallar Heimskringlu-\sý&- ingu sinni hefur dr. Hollander lagt hina vönduðu og vísindalegu útgáfu dr. Bjarna Aðalbjarnarsonar, sem kom út í ritum Hins íslenzka Fornritafé- lags (1941, 1945 og 1951). Gat þýðandi eigi fundið þýðingu sinni traustari fræðimannlegan grunn. Það liggur í augum uppi hverjum þeim, er til þekkir, hversu mikið stór- virki dr. Hollander hefur færzt í fang með þessari þýðingu sinni af Heims- kringlu, og þeint ummælum til stað- festingar má á það minna, að enska þýðingin er meir en 800 bls. í stóru broti. Samanburður við frumritið leiðir það í ljós, að þýðingin er óvenjulega nákvæm, en jafnframt lipur og læsileg vel. Dr. Hollander hefur, annars vegar, tekizt ágætlega að forðast þunglama- legt og of fornlegt orðalag, fjarskylt stíl og anda fornsagnanna, og hins veg- ar, of liversdagslegt mál, sem er jafn ólíkt málfari þeirra. Ekki er því samt að neita, að sums staðar liefði ég kosið annað orðalag, en oft er þar um smekksatriði að ræða, og umræddar þýðingar einstakra orða og setninga, sem ég hefði viljað hafa á annan veg, svo tiltölulega fáar og lítilfjörlegar, að það gæti skoðast sparðatíningur að fara að telja þær upp, í ljósi þess, hve þýðingin er yfirleitt ágætlega unnin, hvað snertir fágæta nákvæmni og lip- urt málfar. I meðferð sinni á íslenzkum og nor- rænum manna- og staðanöfnum hefur dr. Hollander í heild sinni tekizt að fara lieppilegan meðalveg, þó að ég sé honum ekki alltaf sammála í þeim efn- um. I samræmi við skoðanir hans á þvi, hvernig snúa beri á ensku skáldakvæð- um og vísum (Smbr. meðal annars inn- gangsritgerðina að bók hans The Skalds), og eldri þýðingar hans af því tagi, fylgir hann í Heimskringlu-\>ýð- ingu sinni þeirri reglu, að halda i kvæða- og vísnaþýðingunum rírni þeirra, stuðlum og liöfuðstöfum, kenn- ingum og skáldskaparmáli (heitum), samhliða hugsun þeirra og málfari al- mennt. Hér er vissulega fræðimann- lega að verki verið, en jafnframt hefur þýðandi lagt sér mikið vandaverk a herðar. Að öllu samanlögðu, hefur hann leyst þann vanda eins vel og vænta mátti, og ósjaldan merkilega veh Oft eru þýðingar hans liðugar og auð- skildar, en stundum bregst honuffl bogalistin, svo að líklegt er, að al- mennum lesanda verði lestur þeirra kvæða og vísna þungur í skauti. Þess ber þó jafnframt að geta, að skýring- arnar á kenningunum neðanmáls eru lesandanum bæði til gagns og skiln-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.