Eimreiðin - 01.05.1966, Qupperneq 56
144
EIMREIÐIN
ar um bætur á þessu. Fann ég Irrátt þessa auðveldu og einföldu
reglu: 1 orðum, sem hefjast á þ er þ-ið hart í framburði, þegai'
áherzla er á orðinu, en mjúkt (ð), ef orðið er áherzlulaust.
Þegar nemandi hefur áttað sig á þessu, hefur hann stigið dálítið
spor í átt frá „lestrar-tóni“ til venjulegs lifandi rnáls. Tökum til
dæmis setninguna: „Ég sagði þér að flýta þér.“ Ef við berurn þ-in
í þessari setningu fram með hörðum framburði, þá fá tvö orð
áherzlu, sem ekki eiga að hafa liana. Setningin verður þá: „Ég
sagði þér að flýta þér. En það sér hver maður, að þetta eru vitlaus-
ar áherzlur. Þessi orð eiga bæði að vera áherzlulaus og samkvænit
framangreindri þ-reglu á því að bera mjúkt fram þ-in eða skrifað
eftir framburði: „Ég sagði ðér að flýta ðér.“
Nákvæmlega samskonar mistök koma fram hjá nemendum við
lestur orða, sem byrja á h, svo sem persónufornafna o. fl. Þeir gera
jrá vitleysu að l)era h-in alltaf fram í lestri, jrótt {Deim dytti það ekki
í hug í venjulegu mæltu máli. Dærni: „Ég sagði henni að flýta sei
á eftir honum“. Ef h-in eru borin fram í persónufornöfnunum, fa
orðin áherzlu; eigi orðin hins vegar að vera áherzlulaus, eins og
eðlilegt er í þessari setningu, verður að lesa: „Ég sagð’ ’enni að
flýta sér á eftir ’onum.“ Hér fellur i-ið einnig aftan af sögninm,
sökum samruna í framburði. Þannig tölum við og þannig eignm
við einnig að lesa. Hér kemur því í ljós alveg hliðstæð framburðai-
regla við þ-regluna hér að framan, og er hún [dcssí: í orðum, sem
hyrja á h, fellur h-ið niður í framburði, þegar orðið er áherzlulaust
í setningu, en er horið fram hafi orðið áherzlu.
Við prófun mun koma í ljós, að reglur þessar gilda undantekn-
ingarlaust. Séu þær hafðar í huga við lestur, eru stigin veruleg
spor í átt frá „lestrar-tóni“ til lifandi mælts máls.
Þessar fáu línur geta engan veginn gefið nokkra tæmandi mynd
af skoðunum mínum á þessum málum öllum, enda eru Jrær fyrst
og fremst fram settar í jrcirri von að vekja góða menn til umhugs-
unar og umfram allt til athalna í ])essu menningarmáli. Það ma
ekki lengur spyrjast urn okkur, að mælt mál sé vanrækt á íslandi,
að við íslendingar kunnum ekki að meta íslenzka tungu, eins og
hún hljómar fegurst af vörum íslenzkra manna á tuttugustu öld.