Eimreiðin - 01.01.1967, Page 8
TILKYKNING
frá /Íúsíiæðismálasíofnun ríh.isins
Húsnæðismálastofnun ríkisins vill hér með benda um-
sækjendum/væntanlegum umsækjendum um íbúðarlán
á neðangreind atriði:
1. Einstaklingar og sveitarfélög, sem hyggjast hefja bygg-
ingu íbúða á árinu 1967 svo og einstaklingar, sem
ætla að festa kaup á íbúðum, og sem koma vilja til
greina við veitingu lánsloforða húsnæðismálastjórnar
árið 1967, sbr. 7. gr. A., laga nr. 19/1965 um Hús-
næðismálastofnun ríkisins, skulu senda umsóknir sín-
ar, ásamt tilskildum gögnum og vottorðum, til Hús-
næðismálastofnunar ríkisins eigi síðar en 15. marz
1967. Umsóknir, sem síðar kunna að berast, verða
ekki teknar til greina við veitingu lánsloforða á ár-
inu 1967.
2. Þeir, sem þegar eiga umsóknir hjá Húsnæðismála-
stofnuninni og fengið hafa skriflega viðurkenningu
fyrir að umsókn þeirra sé lánshæf, ÞURFA EKKI
að endurnýja umsóknir.
3. Umsóknir um viðbótarlán verða að hafa borizt stofn-
uninni eigi síðar en 15. marz n.k.
HÚSNJEÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS