Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 30
10
EIMREIÐIN
sleginn en slá . . . Ég býst við að una mér ekki lengi hér utanlands.
Til þess Hggja ýmsar ástæður, sem ekki þýðir upp að telja. En illt
er að geta ekki ferðast — en það á ég bágt með. Ég gæti ekki ferðast
einn, þó ég kynni öll tungumál og hefði alla vasa fulla af gulli.
. .. Nei, ég er ekki ástfanginn af þeim dönsku, og þó veit ég að
þetta eru vænstu konur. En tölum ekki um konur — það er nóg að
neyðast til að hugsa um þær, verða að krjúpa fyrir þeim og kveljast
þeirra vegna og kvelja þær. Litla hvíta dúfan mín! Líklega er ég
búinn að vængbrjóta hana af því hún reynir ekki að fljúga frá
mér. — Björn! Börn! Stundum óska ég að ég hefði aldrei séð það,
sem ég elska mest.
Vertu Guði falinn, vinur minn!
Þinn einl.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.“
(Ég vil skjóta því hér inn, að ég gæti vel hugsað mér að nú þætti
einhverjum skörin vera farin að færast upp i bekkinn, um meðlerð
mína á trúnaði Davíðs. Það er samt að vel yfirlögðu ráði að ég Iief
valið þetta síðasta atriði til birtingar hér. Davíð hafði sjálfur vakið
alþjóð til óseðjandi áhuga á ástum hans — eða ást hans réttara sagt.
Hann hélt því áfram til dauðadags, svo sem Síðustu ljóð eru ólyg-
inn vottur um. Þjóðina varðar ekkert um ástir Davíðs, í einstökum
atriðum, en hún hefur fullan rétt til að brjóta heilann um ástina
hans, einu og hreinu.)
Rómaborg, 15. marz 1921.
[Þá er nú Davíð samt kominn alla leið til Róma-
borgar — að vísu ekki einn i þeim íöruni heldur
4í slagtogi með öðrum, svo sem hin frábæra ferða-
saga Ríkarðs Jónssonar í minningabókinni um
Davíð segir svo skemmtilega frá. M. a. segir Davíð
í bréfi þessu frá komu sinni í kirkju þá, sent kennd
er við Pál postula:]
... Ég skoðaði hana (kirkjuna) í krók og kring og þykir hún
dásamleg. Sumir segja, að það sé fegursta kirkja í Róm. Stíillinn
hreinn og helgiblær yfir öllu ... Sannarlega grípur mann lotning
fyrir hinum .. . auðmjúku guðshetjum, sem gengu glaðar í dauðann