Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 34

Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 34
14 EIMREIÐIN Það hefur oltið á ýmsu síðan við sáumst síðast. Ég hef heilsað og kvatt, komið og farið, notið og kvalizt — og þá er lífi mínu lýst. Við erum báðir ungir menn og eigum eftir að lifa lengi. Við eig- um eftir að gera mikið; verum aðeins djarfir og hugumstórir! Allir læra af lífinu og lífið er vert þess að lifa. Ég yrki. Það er hið eina sem ég geri og get gert. Vertu svo blessaður og sæll, Björn minn, og þess óska ég af heilum liuga, að þér og konu þinni líði ætíð sem bezt, og að þú fáir sem mestu og beztu áorkað í lífinu. Þinn einlægur vinur, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. 8 Fagraskógi, 28. júní 1925. ... Faðir minn andaðist 25. maí, eins og þú munt nú hafa séð. Mér þótti vænt um að vera heima, og hann er fyrsti maður sem ég hef séð deyja. Það fékk svo mikið á mig, að mér finnst ég vera annar maður síðan, að ýmsu leyti. Elskulegri föður get ég varla hugsað mér. Það var þungt að sjá hann kveljast og geta ekkert gert. Guð blessi þig og konu þína. Þinn einlægur vinur, Davíð Stefánsson. Q Akureyri, 18. október 1929. ^ [Sama haust og Ný kvœði komu út.] ... Nú verðum við 35 ára í vetur. Mikill er sá aldur; ævin hálfn- uð eða meira — og svo dauðinn — og svo .. . meira veit ég ekki. Hjá mér dvelur Guðmundur Davíðsson frá Hraunum,1 og er faðir þinn að prenta eftir hann bók sem heitir „íslendingabyggð á öðrum hnetti“. Ég er farinn að kalla Guðmund frænda „sendiboða guð- anna“! Allir spyrja hann um annað líf ... Ég er ekki trúaður á þá hluti en hef þó í rauninni gaman af frásögn Guðmundar. Það er saga, ævintýr. Hvað sem öðru líður, þá eru mennirnir óefað montn- ustu skepnur veraldar — að halda að þeim hæfi himnaríki og eilíf sæla! 1) Móðurbróðir Davíðs, bróðir Ólafs, safnara alls konar þjóðlegs fróðleiks og íslenzkra plantna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.