Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 54

Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 54
34 EIMREWIN í oss býr og að kann að steðja, til þess að stelið mikla mætti brjótast fram og taka yfir og gjörsigra allan mishljóm og tilveran öll um eilífðir eilífða samstillast í hinni einu algeru gleði: Mest er miskunn Guðs. Og nú vil ég flytja þessar hendingar séra Sigurðar hér yfir kistu hans sem kveðju hans og játningu og sem vitnisburð um þá trú, sem vér öll skyldum eiga og njóta í öllum vanda og bratta og þá helzt, er vér stöndum á yztu mærum og við hinztu vegamót: Það húmar, nóttin hljóð og köld í hjarta þínu tekur völd, þar fölnar allt við frostið kalt — en mest er miskunn Guðs. Er frostið býður faðminn sinn þér finnst þú stundum, vinur minn, sem veikur reyr, er megni ei meir — en mest er miskunn Guðs. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú, sem djúpur harmur sker, þótt hrynji tár og svíði sár, að mest er miskunn Guðs. Og syng þú hverja sorgarstund þann söng um ást, þótt blæði und og allt sé misst — þá áttu Krist, því mest er miskunn Guðs. Eftir séra Sigurð Einarsson mælir enginn einn maður svo, að til hlítar verði gert. Til þess var litróf persónuleikans of auðugt, mað- urinn of fjölþættur í gerð sinni og mikill í sniðum, til þess kom hann of víða við og hvergi svo, að hann skilji ekki eftir minningar um tilþrifaríka og svipmikla framgöngu, sem lyfta mynd hans yfir annað, svo að hún stendur jafnvel ein eftir, þegar gleymskan hjúp- ar atvikin og andlitin flest við farinn veg. Hann lét varla til sín taka, lét tæpast til sín sjást né heyrast án þess að athygli vekti og tíðindum sætti, alltjent var fasið eftirminnilegt og riiddin ógleym- anleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.