Eimreiðin - 01.01.1967, Síða 54
34
EIMREWIN
í oss býr og að kann að steðja, til þess að stelið mikla mætti brjótast
fram og taka yfir og gjörsigra allan mishljóm og tilveran öll um
eilífðir eilífða samstillast í hinni einu algeru gleði: Mest er miskunn
Guðs.
Og nú vil ég flytja þessar hendingar séra Sigurðar hér yfir kistu
hans sem kveðju hans og játningu og sem vitnisburð um þá trú,
sem vér öll skyldum eiga og njóta í öllum vanda og bratta og þá
helzt, er vér stöndum á yztu mærum og við hinztu vegamót:
Það húmar, nóttin hljóð og köld
í hjarta þínu tekur völd,
þar fölnar allt við frostið kalt
— en mest er miskunn Guðs.
Er frostið býður faðminn sinn
þér finnst þú stundum, vinur minn,
sem veikur reyr, er megni ei meir
— en mest er miskunn Guðs.
En vit þú það, sem þreyttur er,
og þú, sem djúpur harmur sker,
þótt hrynji tár og svíði sár,
að mest er miskunn Guðs.
Og syng þú hverja sorgarstund
þann söng um ást, þótt blæði und
og allt sé misst — þá áttu Krist,
því mest er miskunn Guðs.
Eftir séra Sigurð Einarsson mælir enginn einn maður svo, að til
hlítar verði gert. Til þess var litróf persónuleikans of auðugt, mað-
urinn of fjölþættur í gerð sinni og mikill í sniðum, til þess kom
hann of víða við og hvergi svo, að hann skilji ekki eftir minningar
um tilþrifaríka og svipmikla framgöngu, sem lyfta mynd hans yfir
annað, svo að hún stendur jafnvel ein eftir, þegar gleymskan hjúp-
ar atvikin og andlitin flest við farinn veg. Hann lét varla til sín
taka, lét tæpast til sín sjást né heyrast án þess að athygli vekti og
tíðindum sætti, alltjent var fasið eftirminnilegt og riiddin ógleym-
anleg.