Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 58
38
EIMREIÐIN
nefnd til að endurskoða skipun prestakalla, hann starfaði í sálrna-
bókarnefnd og er félögum hans þar mikill missir og eftirsjón að
honum.
í einu orði sagt kveður kirkjan hér einn hinna svipmestu presta,
sem hún hefur átt, prest, sem jafnt sóknarmenn sem starfsbræður
harma mjög og kveðja með djúpum söknuði.
Hans mun lengi minnzt, bæði frá málfundum og messugjörðum
sem yfirburðamanns í ræðustóli. Mælska lians er kapituli fyrir sig.
Ég hef engum kynnzt, hvorki utan lands né innan, sem taki honum
fram á því sviði, ég efast um, að ég gæti bent á neinn, sem stóð hon-
um á sporði. Hann virtist hafa allan forða tungunnar á takteinum
og geta leikið með hann að vild, og varla sagði hann svo setningu í
samtali, ef nokkur hugur var í honum, að ekki væri sérstakt bragð
að. Við bættist rómur og raddjrróttur, sem magnaði svip og áhrif
máls og raka, svo að kynngi fylgdi, ómótstæðileg, Jregar hann tók á.
Mælskan var ræktuð eðlisgáfa, sem hóf hann á hæstu skör meðal mál-
snilldarmanna hvar og hvenær sem er.
í sóknunum eystra Jrar sem hann hefur þjónað í 20 ár samfleytt,
mun hann einnig minnisstæður sem gestur heimilanna, bæði í gleði
og sorg. Enginn, sem þekkti hann vel, komst hjá því að unna hon-
um, verða snortinn af mörgum Jreim töfrum, sem hann bjó yfir, og
meta Jrað stórmannlega hugarþel, sem hann bar með sér og óx að
þroska, að varma og víðfeðmi nteð árum og reynslu.
í hugum nánustu ástvina er rúmið mikið, sem autt er eftir, Jregar
hann er horfinn. Vér nálgumst Jrá helgidóma í hljóðri samtið. Ég
Jrakka það nánasta föruneyti, sem liann hefur átt, Jrakka alla ást og
umhyggju, sent hann hefur notið fyrr og síðar, allan styrk, alla fórn
og alla bæn hans vegna. Og þá minnist ég með djúpri virðingu konu
hans fyrri, frú Guðnýjar Jónsdóttur, sem og konunnar síðari, frú
Hönnu Karlsdóttur. Ég bið Guð að blessa Jrau öll, sem nú standa
saman í sömu sporum saknaðar og harms. Ég lmgsa til Hjördísar,
dóttur lians, í fjarlægu landi, og til barnanna allra og niðjanna.
Minningarnar eru margar og miklar, en rnest er miskunn Guðs.
Ériður Guðs miskunnar sé yfir Jreim öllum. Ériður Guðs miskunnar
sé með anda þínum, bróðir og vinur, sakir Jesú Krists, frelsarans
eina og eilífa.