Eimreiðin - 01.01.1967, Page 60
40
EIMREIÐIN
Er faðmlag peirra, flóttamótt og heitt,
— hinn fyrsti hamingjukoss d íslenzkri grundu,
gefinn um sumaróttu í purru pangi
við bjarta vik með brekkurnar grœnar efra
og bláan himinn yfir marpoku slœðum
og drauminn um frjáls manns hœli í hjörtunum ungu,
heitan og Ijúfan
— er hann ekki verður neins?
En svo bar Eyvind htírzlia að Húsavík norður.
Hann hélt upp dalinn — og pótti landið fagurt.
Hann pokaði liðinu upp um Vestmannsvatn
og varð fyrir augum landnemans kyrrláta yrki,
leit tún hans og haga, liús og uppmerkur grænar
i lilýrra viða skjóli — kvað loltið för,
bauð Náttfara sverð og börnum hans blikandi egg,
nema brott skyldi prœllinn slyppur
— en ella deyja.
Ofbeldi. — Slílt er ásýnd pess fyrr og nú.
Þvi er engin vegsemd yfir Náttfara för.
Hann gengur hrakinn frá heiðri og frjáls manns sœmd,
húsum og gripum — tekur i hönd sins vífs
og leiðir börn sin lynggróna stigu fram dalinn,
ýtir kœnu frá strönd og fleytir sér fár og rúinn
að fannasköruðu fjallatrölli vestan
við Sltjálfandaflóa, nemur sér Náttfaravík
milli nakinna gjögra.
Var hann ei verður neins?
Og svo skyldi vera, að sagan vœri ekki búin,
en gerðist nú og i öllum kynslóðum eins?