Eimreiðin - 01.01.1967, Side 71
„/ HÚSI FÖfíUR MÍNS ERU MARGAR VISTARVERUR"
51
kyssti hana eins og vitstola mað-
ur. Ég bókstailega saug úr henni
alla móstöðu, unz hún kom öll
í faðm mér og lokaleikurinn virt-
ist einn eftir.
Þá var skyndilega komið við
eldhúshurðina, eins og einhver
væri að leitast við að koma inn,
og um leið var Anna horfin. Ég
stóð eftir á eldhúsgólfinu, og
mér fannst eins og meðvitundin
seytlaði inn í hugskot mér langt
að. Þegar ég hafði rænu á því að
opna eldhúshurðina, smaug katt-
arómánin inn. Þú getur svo sem
gert því skóna, hvílíkur grasasni
ég hafi verið á þessum árum, þeg-
ar ég segi þér, að þá fannst mér
eins og guð hefði sent kisa mér
til bjargar á lífshættulegri stund.
Hvílíkur endemishugsunarhátt-
ur.
fæja, ég rauk eldsnennna í
réttina morguninn eftir og bjóst
ekki við að sjá Önnu litlu fram-
ar. Sjálfsagt fyrirliti hún mig óg-
urlega, hélt ég. En um kvöldið
var hún ófarin, sagðist hafa
verið hálflasin um daginn, en nú
alveg búin að ná sér. Ég varð
þess var um kvöldið, að hún sett-
ist seint að, en bölvaður kján-
inn ég flýtti mér aftur í rúmið.
Daginn eftir fór hún. Ég sá hana
aldrei síðan.
Það rann ekki upp fyrir mér
fyrr en löngu síðar, að lasleiki
hennar hafði aðeins verið fyrir-
sláttur. Hún hafði aðeins verið
að gefa mér annað tækifæri.
Svona gengur það, þegar tæki-
færin eru annars vegar, en lífs-
reynslan ekki, og hvað hefir
maður svo með lífsreynsluna að
gera, þegar tækifærin eru hætt
að bjóðast?
Já, svona fór um ævintýrið
okkar Önnu litlu, og síðan hef-
ir mig um langa ævi iðrað synd-
ar, sem aldrei var drýgð. Hugsa
sér, að ég hafi fyrir einskæran
asnaskap misst af dýrlegum un-
aði og síðan sælli minning, svipt
Önnu {Dessu sama líka, eins og
hamingja lífsins sé of mikil.
En heldur þú, Kristinn minn,
að sektarkenndin gagnvart konu
þinni hefði ekki orðið þér þung-
bær, vogaði ég mér að segja.
(), ekki þá nema í bili. F.n það
var annað verra, sem á eftir kom:
Anna litla hafði á burt með sér
alla sálina úr atlotum mínum,
ég var upp frá þessu konunni
minni aðeins vélrænn eiginmað-
ur. Það gerði þráhyggjan, vit-
neskjan eða ímyndunin að hafa
misst það óbætanlega.
Kristinn gamli var orðinn
grafalvarlegur í bragði. Mér
fannst ég stara inn í opna sálar-
kviku hans og fór hjá mér. Við
þögðum báðir drykklanga stund.
Loksins spurði ég til þess að
rjúfa óviðfelldna þögn:
Og nú dreymir þig auðvitað
um að hitta Önnu þína hinum
megin, eða trúir þú ekki á ann-