Eimreiðin - 01.01.1967, Page 73
Guttoramr J.
Guttormsson og
skáldskapur hans
eftir
dr. Richard Beck.
I.
Hvergi háðu íslenzkir landnemar vestan hafs eins raunaþunga
og harða brautryðjendabaráttu og í sögufrægri nýlendu þeirra, Nýja
íslandi, á strönd Winnipegvatns í Manitoba, og þegar j^að er í minni
borið, má jafnframt segja, að hvergi hafi íslenzkir landnemar í Vest-
urheimi gengið hetjulegar á hólm við þá örðugleika, sem biðu ])eirra
þeim megin hafsins, né unnið glæsilegri sigur að lokum.
Guttormur J. Guttormsson, skáld, er lézt í Winnipeg 23. nóv.
s.l., hátt á níræðisaldri, var kynborinn sonur þeirrar söguríku byggð-
ar, fæddur 21. nóv. 1878 að Víðivöllum við Islendingafljóts, og ól
þar lengstum aldur sinn. Að honum stóðu traustir austfirzkir ætt-
stofnar, en foreldrar hans voru Jrau Jón Guttormsson Vigfússonar
alþingismanns eldra frá Arnheiðarstöðum í Fljótsdal og kona hans
Pálína Ketilsdóttir frá Bakkagerði í Borgarfirði eystra. Þau fóru
vestur um haf til Ontario 1875, en fluttust stuttu síðar sama ár til