Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 79

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 79
GVTTORMUR GUTTORMSSON OG SKALDSKAPUR HANS 59 III. Með fyrstu ljóðabók sinni, Jóni Austfirðmgi, kvæðaflokknum fjölþætta og árhifamikla um harðvítuga brautryðjendabaráttu Is- lendinga í Nýja íslandi, vakti Guttormur þegar verðuga athygli á sér sem skáldi, bæði fyrir óvenjulegt efnisval sitt, andríka meðferð þess og þróttmikið málfar. í kvæðunum „Bólan“, ,,Flóðið“ og ,,Eldurinn“ er þrautum frumherjanna lýst á svo eftirminnilegan hátt, að það getur eigi annað en snert djúpa strengi í sál lesandans. Hann verður fyrr en varir þátttakandi í þeim mikla harmleik, sem þar gerist, en dáir jafnframt þann íslenzka hetjuanda, er þar gekk djarflega á hólm við hin andvígustu kjör, og gekk að lokum sigr- andi af þeim vettvangi. Sérstaklega hjartnæm er raunasaga Guðrúnar, einkadóttur Jóns Austfirðings, fallegrar og hreinhjartaðrar íslenzkrar sveitastúlku, sem leitar gæfunnar í Winnipegborg, en bíða þar ömurleg örlög. Bitur ádeila á j)au þjóðfélagslegu öfl, sem þar eru að verki, samein- ast djúpri samúð skáldsins með því olnbogabarni lífsins, sem hér segir frá; og það var alltaf sérkennandi fyrir hann, eins og fram kemur í fjölmörgum kvæðum hans. Óneitanlega eru mörg kvæði í þessum ljóðabálki bæði minnis- stæð um efni og prýðilega ort. Þau eru eðlilega í mismunandi tón- tegundum, og eykur það á fjölbreytni þeirra, en yrkisefni og bragarhættir eru ósjaldan mjög vel samræmd. í kvæði „Bjarni gamli“ í sömu ljóðabók sinni reisir Guttormur einnig íslenzkum landnámsmanni verðugan minnisvarða. Og í mörgum kvæðum í seinni bókum sínum slær hann, í alvöru, gáska eða glettni, á sömu eða skylda strengi, yrkir um landnemana og líf þeirra. Langhæst af öllum slíkum ljóðum hans ber þó snilldarkvæðið ,,Sandy Bar“, sem prentað er í næstu bók hans, Bóndadóttur; fara þar saman mikið andríki, tilfinningadýpt, myndagnótt og leikandi rímsnilld. Kvæði þetta er, að verðleikum, svo víðkunnugt meðal Islendinga, beggja megin hafsins, að óþarft er með öllu að vitna til Jress hér. Eitt er víst, að sá lofsöngur Guttorms um íslenzka land- nema vestan hafs mun langlífur verða í íslenzkum bókmenntum. Með allt öðrum blæ, rígnegldar um bragarhátt og hreimmiklar að sama skapi, eru „Formannsvísur“ (einnig í Bóndadóttur), ortar fyrir minni Sigtryggs Jónassonar, er réttilega er talinn faðir ís- lenzka landnámsins í Nýja íslandi, og flutttar á 40 ára afmæli þess.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.