Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 80
60
EIMREIÐIN
Lokaerindi kvæðisins gefur nokkra hugmynd um það, hvernig þar
er í strengi gripið:
Allir fá jafnt af afla hollum,
ungir, fornir og menn óbornir.
Þeim að gildi þúsundfaldast
þessi arfur og laun lyrir starfið.
Hlægir mig, aff hérna megin
liafsins ála þjóffarsálin
finnur eins, þegar aldir renna,
arffinn góða af þessum róffri.
Frá upphafi vega hans á skáldskaparbrautinni sérkenndu glögg-
ar og snjallar náttúrulýsingar kvæði Guttorms, enda er hann oft
hreinasti snillingur í frumlegum samlíkingum sínum. Blæbrigða-
rík, bæði um myndagnótt og málfar, er þessi lýsing hans á Nýja
íslandi í Jóni Austfirðingi:
Þar syngja þrestir á vorin sín þýöu arfgengu sönglög.
Blærinn í flautina blæs, — blístrar og hvín í trjánum.
Brimhljóffsins undirspils-ómur, — orgelsins fimbulbassi, —
þungur sem þrumugnýr, blandast þjóffsöngvum merkur.
Fagur er vatnsins flötur, fjalsléttur, hreinn og glælygn.
Dýrðlegt er bládjúpið bylvakið, brimlöðrandi og hvítfext.
Víffitanginn, sem útréttur armur í ofviffra háska,
bjóffandi höfn og hlé, hopandi snekkjum frá volki,
lætur til skiptis skella skafl og boða á hliðum.
Sannleikurinn er sá, að árstiðalýsingar Guttorms, margar hverj-
ar, eru bæði mjög frumlegar og tilkomumiklar í senn, svo sem
„Haustsöngur", „Þorri“, „Veturinn“, „Jólin“, „Leysing", og „Vetr-
arkvöld", að nokkrar séu nefndar. í lokaerindi hins síðastnefnda
njóta hugarflug skáldsins, innsæi hans og orðgnótt sín ágætlega,
og vortrú hans speglast þar fagtniega:
I norffri er sál mín á flugi og ferff.
Hún fær sér úr ísglösum tunglsljóssins veigar
Meff dýrðar og heiffríkju hátíðarverff
hún hunang úr frostrósum teigar.
Hún kannast viff vordögg í klakanum blám,
hún kennir í hillingu fallandi strauminn
og vatnsstrengjagaldurinn, — glauminn
í glæstum og leystum ám, —
þar dreymir mig vornætur drauminn.