Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Side 85

Eimreiðin - 01.01.1967, Side 85
GUTTORMUR GUTTORMSSON OG SKÁI.DSKAPUR HANS 65 Jafnframt því og Guttormur deildi vægðarlaust á yfirborðs- mennsku og óheilindi í fari manna, kunni hann að sama skapi vel að meta manndóm og drengskap og unnin afrek. Góðhugurinn til samferðasveitarinnar, einlægur hjartahitinn, leynir sér ekki í hin- um mörgu eftirmælum, veizlukvæðum og öðrum tækifærisljóðum hans. Gaf hann þar örlátlega á báðar hendur. Má réttilega heimfæra upp á hann sjálfan þetta erindi úr ágætum eftirmælum lians um Böðvar H. Jakobsson: Marga hljóða, hrygga lund hann af sjóði gladdi, dýru ljóði á dapri stund dáinn bróður kvaddi. Löngum eru í tækifæriskvæðum Guttorms ágæt tilþrif, gamans eða alvöru, eða þeir strengir haglega saman ofnir, og sum eru slík kvæði hans bæði snjöll og stórbrotin, t. d. „Konungsdrápa við heim- för Stephans G. Stephanssonar 1917“, er sver sig ótvírætt í ætt til fornskálda vorra um bragarhátt, málfar og allan svip. Þetta kvæði er gott dænii þess, eins og sjá má miklu víðar í kvæðum Guttorms, að hann talaði ekki út í bláinn, þegar hann sagði í einu bréfa sinna til dr. Kirkconnells, að norræni straumurinn í íslenzkum skáldskap hefði ávallt heillað hann mest. Ekki er reisnin rninni né heldur and- ríkið í kvæðinu „Stiklað á steinum“ í seinustu bók Guttorms, en það er ort í tilefni af aldarafmæli Stephans, og er bæði hjartaheitur og hreimmikill óður til fslands og aldarminning hins mikla skálds. Erfiljóð Guttorms eru mjög oft prýðisvel ort, fögur og lnignæm, t. d. tregaþung kveðjan til æskuvinar hans Gunnsteins Eyjólfssonar, að nefnt sé eitt af fyrri kvæðum skáldsins af því tagi. Frá síðari ár- um má, sem dæmi, benda á hina snjöllu og táknrænu mannlýsingu í erfiljóðinu um Guðmund Lambertsson gullsmið (í Kanadapistli). Táknræn kvæði, og um leið heimspekilegs efnis, eru meginþáttur og sérstæður í skáldskap Guttorms, og fór fjölgandi á seinni árum. Meðal eldri táknrænna kvæða hans er „Sál hússins", þar sem brugð- tð er upp glöggri ytri mynd með sambærilegu innsæi. í öðru merkis- kvæði frá fyrri árum skáldsins, „Á bakkanum", fléttast náttúru- lýsingin og táknmyndin sarnan með snilldarlegum hætti. En „Bý- flugnaræktin" mun þó kunnust slíkra kvæða Guttorms frá fyrri íirum, en í þessu snjalla kvæði rekur hann, á táknrænan Iiátt, sína eigin andlegu þroskasögu, en á svo breiðnm grundvelli, að hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.