Eimreiðin - 01.01.1967, Page 90
70
EIMREWIN
Okkur gæðum miðla mild,
mörgum þræði í sögur,
líkt og mæður löndin skyld
lofsverð, bæði fögur.
Oss í villum aldrei sást
yfir snilli beggja,
skal því liylli, skyldu og ást
skipt á milli tveggja.
Guttormur var, eins og vænta mátti um svo mikinn Islending og
unnanda íslenzkra menningarerfða, heilhuga þjóðræknismaður, er
vernda vildi sem allra lengst og bezt íslenzkt þjóðerni, tungu og
bókmenntir vestan hafs. Er hann þá ekki heldur mildur í máli við
þá, er sneru baki við uppruna sínum og erfðum, eins og þessi vísa
hans sýnir:
Þessi souur íslands er
enskan sig að gera.
Helntingur af sjálfum sér
sýnist mér hann vera.
Framhaldandi ættar- og menningarsamband íslendinga yfir hafið
var Guttormi brennandi áhugamál, og hefir hann í kvæðinu „Is-
lendingafljót" (fljótið rennur fram hjá heimili hans á Víðivöllum)
túlkað snilldarlega afstöðu sína til þess máls. Bjarkirnar sitt hvorum
megin við fljótið eru honum táknmynd þess bróðurlega handtaks,
sem hann vill, að brúi hafið milli Islendinga um ókomin ár. I kvæðis-
lok ber hann fram þessa faguryrtu ósk:
Bakka sína bjarkir þessar prýða,
bol þeirra’ enginn telgi í nýja smíði
enginn særi rót né raski grunni,
renni að þeint vatn úr lífsins brunni!
Andi þeirra ilmi loftið blandi.
Áfram renni fljót en bakkar standi.
Sterkar greinar haldist fast í hendur,
handabandi saman tengi strendur!
Leikrit Guttorms eru hin athyglisverðustu, og taldi Lárus Sigur-
björnsson þau réttilega „merkilegt fyrirbrigði í íslenzkum bók-
menntum" í grein í Lögréttu (1935). Dr. Stefán Einarsson fer einn-
ig um þau maklegum viðurkenningarorðum í ritgerð sinni „Vestur-
íslenzkir rithöfundar" (Tímarit Þjóðrœknisfélagsins 1950). Ádeilu-