Eimreiðin - 01.01.1967, Page 93
GUTTOKMUR GUTTORMSSON OG SKÁLDSKAPUR HANS
73
og frúar hans í tilefni af heimför þeirra til íslands fyrir mörgum
árum síðan, komst hann svo að orði:
— Ef andans aðalsmerki
er ekki á mannsins verki
það fellur eða fer.
Er maður að því meiri,
senr minna er úr feiri
og meiri andinn er.
En mesta vaxtarmerki
á mannsins bezta verki
er sjón í sálargeim,
vor hugur hennar gluggi
— allt hlutrænt bara skuggi
af andans háa heim.
Auðvitað eru kvæði Guttorms Guttormssonar misjöfn að gæðum
og gildi, eins og sh'k verk annarra skálda, en góðkvæði hans og ágæt-
iskvæði, og þau eru nrörg, nrunu lifa í íslenzkum bókmenntum
vegna þess, að á þeim er í ríkunr mæli „andans aðalsmerki", og
ennfremur vegna þess, að þau lrera því vitni, að skáldið á hvassa
„sjón í sálargeim", að ógleymdri málsnilld þeirra og ljóðsnilld.
Hitt er þó enn meira um vert, að Guttormur hefur numið ís-
lenzkum bókmenntum nýtt land nreð mörgum yrkisefnum sínunr,
frumlegri túlkun þeirra og sérstæðum ljóðbúningi. Þess vegna
skipar hann þar virðulegan sess og varanlegan.