Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1967, Page 96

Eimreiðin - 01.01.1967, Page 96
76 EIMREWIN sLyrkur, svo að þrennar hnrðir hrnkkn upp á gátt, og hverfihurð hótelsins tók sprettinn eins og þak- rella í norðanroki. — „Sérð’ ekki íénaðinn í réttinni, drengur! Hann er ekki beysinn né burðarlegur og má víst ekki við hnjaskinu." En salargólfið var fullt af æskulýð borgarinnar, sem djassaði dæilega, smástjáklandi og sætjórtrandi, elt- ir þriggja sólarhringa næturvökur, og syfjulegur svipurinn og dægur- laga-jarmurinn runnu fagurlega saman í listræna og menningar- bleika abstrakt-tjáningu. Gekk nú Leppalúði að snæð- ingi með sama dugnaði sem að snjómokstrinum áður. Skákaði liann skyr-sánum á kné sér, saup skyrið af barnti, en stýfði öræfa- keppina úr hnefa. Voru tveir bitar í kep]ii hverjum, en þrír í vinstr- inni. Sóttist honum vel átið, og er hann úr sögunni að sinni. ★ Skáhallt andspænis í öðru salar- horni sátu þau Borgarstjóri og Gríshildur góða og töluðu hljótt saman. Taldi hún um fyrir honum og táraðist mjög. Sagði hún, að eigi mætti hann ofþjaka óskabiirn- um borgar sinnar og öreigum, hús- næðislausum og hitavana, og auk þess fenntum 48 cm niður fyrir allar hellur og kæmu ef til vill aldrei upp aftur að eilífu. Væri slíkur lýður ekki líklegur fil að fleyta drápsklyfjum tugmilljóna, sem enginn húðarklár gæti undir risið. Gæti hæglega farið svo, að þessi óskalýður borgarinnar reynd- ist harla óæskilegur við næstu kosningar á liimni og jörðu höfuð- borgarinnar. Og Gríshildur góða grét sáran yfir harðýgi borgarstjóra og sálarháska hans við næstu kosn- ingar. Borgarstjóri hóf augu til him- ins og varp sjónum of veröld víða. En þar voru honum allar leiðir kunnar, og flestar færar. Hóf hann síðan upp raust sína kurteislega til andsvara Gríshildi góðu. En áður hann fengi orði nokkru útvarpað, vatt sér þar inn „súrrandi á kross- rellunni" Eiríkur sálaði járnhrygg- ur og greip orðið formálalaust af munni borgarstjóra og féll þegar vei inní rulluna. Enda hafði hann þaullesið „Tímann“ og „Morgun- blaðið“ undanfarið. „Skrattinn vorkenni Reykvíking- um að bera hross-skrokka bæjar- stjórnarinnar! Þetta mátti ég gera sællar minningar, einn og óstudd- ur, og vorkenndi mér enginn né táraðist. Var hann þó seiglings- þungur, hann Gráni gamli með öllu gumsinu, utan af Héraðssönd- um og inn að Lagarfljótsbrú, sem þá var ekki til. Fékk ég mark og lúskilding fyrir vikið, og þótti pen- ingur í þann tíð. En hér flóir allt og flæðir í tugmilljónum af verð- lausum malar-krónum. Og eftir þessu þeytist og þeysir fáráð þjóð- in, þótt allt sé þetta tínt eins og færilýs af hundsskinnsútnárunum og hrygglengjunni á henni sjálfri. Skrattinn vorkenni henni, — og þeim hérna líka, í ’enni Reykja- vík!“ „Satt var orðið, Eiríkur minn,“ mælti Borgarstjóri harla glaður og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.