Eimreiðin - 01.01.1967, Page 103
ÍSLENZKT SJÓNVARP
Vafalaust verður 30. september 1966 talinn tímamótadagur í ís-
lenzkri menningarsögu. Þá bættist þjóðinni nýjasta og áhrifaríkasta
fjölmiðlunartæki nútímans, er tilraunasendingar íslenzku sjónvarps-
stöðvarinnar hófust.
Að vísu hefur stofnun íslenzka sjónvarpsins átt alllangan aðdrag-
anda, og má að vissu leyti rekja hann allt til þess tíma, er Banda-
ríkjaher fékk leyfi til sjónvarpssendinga á Keflavíkurflugvelli. Upp
úr J)\ í spruttu kröfurnar um íslenzkt sjónvarp, og fyrir um Jrað bil
tveimur árum tóku valdhafarnir ákvörðtin um stofnun íslenzka sjón-
varpsins. Óvíst er þó enn, hve langan tíma Jmö kann að taka að
koma dreifikerfi sjónvarpsins um landið, en því hefur verið lýst
yfir af ráðamönnum, að stefnt verði að því, að gera öllum lands-
mönnum kleift að njóta íslenzks sjónvarps svo fljótt sem auðið er.
I upphaflegum áætlunum var ráð fyrir því gert, að það mundi taka
5—7 ár að koma sjónvarpskerfinu um landið, en ef dæma má af
umræðum, sem fram hafa farið á Alþingi um sjónvarpið, virðist
Jirýst mjög á um það, að því verði flýtt meir en áætlanirnar gera
ráð fyrir, og allar stærstu endurvarpsstöðvarnar byggðar helzt á
næstu tveimur árum. Á það er bent, að úr því að íslenzkt sjónvarp
sé tekið til starfa, hafi allir landsmenn jafnan rétt til þess að njóta
J^ess. Sumir telja jafnvel, að ekki beri að hefja fulla dagskrá í sjón-
varpinu fyrr en dreifikerfinu hafi verið komið urn land allt, því
að með sparnaði í rekstri megi flýta fyrir byggingu endurvarpsstöðv-
anna.
Það virðist með öðrum orðum almennur áhugi fyrir |)\'í, að sjón-
varpið nái sem fyrst til allra landsmanna. Enda Jrótt nokkur hluti
l)jóðarinnar hafi kynnzt sjónvarpi frá Keflavíkurflugvelli á undan-
förnum árum, má íslenzka sjónvarpið líka teljast mikil nýjung, sem
vafalaust á eftir að hafa víðtæk — og vonandi heillavænleg — áhrif
á Jíjóðlífið á komandi árunr, ekki síður en útvarpið hefur gert. Um
Jiessar mundir eru liðin rúm 36 ár frá j)ví Ríkisútvarpið tók til starfa,
Það er ekki langur tími í landssögunni. En þegar útvarpið byrjaði
var langt frá Jrví, að allir væru ginkeyptir fyrir þessu nýja „appar-