Eimreiðin - 01.01.1967, Page 105
ÍSLEN7.KT SJÓNVARP
85
aldir, vera Iivöt til betra lífs og glaðvær hvíld eftir erfiði dagsins.
Það á að tengja þjóðir og einstaklinga í skilningi og friði, vera vett-
vangur heilbrigðra skoðanaskipta, leiksvið margra lista, verkstæði
fjölbreyttra framkvæmda, staður stórra drauma.“
Ef líta má á jressi orð sem eins konar stefnuskrá íslenzka sjón-
varpsins, má vissulega telja, að betur sé af stað farið en heima setið.
Og vonandi verðnr sjónvarpið staður stórra draurna, sem eiga eftir
að rætast. Þá verður það staðreynd eftir nokkur ár, að um gervallt
landið fá menn mynd af veröldinni inn í stofuna heima hjá sér;
frá yztu nesjum til innstu dala geta jreir fylgzt með atburðum svo
að segja jafnóðum og Jreir gerast hinum megin á hnettinum og jafn-
vel úti í geimnum eða á öðrum hnöttum. Stórmenni heimsins sitja
ráðstefnur í einu stofuhorninu okkar, íslenzkir stjórnmálamenn,
skáld, rithöfundar, hljómlistarmenn, leikarar og aðrir listamenn ræð-
ast við og leika listir sínar fyrir frarnan okkur, meðan við sitjum
við kvöldkaffið, og þannig mætti lengi telja.
Þannig brúar sjónvarpið fjarlægðir og rýfur einangrun, og því á
vissulega við um það hin alkunna vísa Jónasar tir gömlu landafræð-
inni:
„Eg er kominn upp á það
allra þakka verðast
að sitja kyrr á sama stað
og samt að vera að ferðast.“
I. K.