Eimreiðin - 01.01.1967, Qupperneq 106
Ánægjulegt er að geta sagt frá
því í þessu leikhússpjalli, að nú sé
meiri grózka í þeirri Iist en nokkru
sinni. Ekki einungis leiklistinni
sjálfri, heldur hefur og hlaupið
fjörkippur i leikritun okkar — og
veitti raunar ekki af.
Ekki er þar með sagt, að allt sé
vel gert, enda ekki við að búast.
Sumt orkar að minnsta kosti tví-
mælis, að ekki sé sterkara að kveð-
ið. Þannig er það með sýningu
Þjóðleikhússins á leikriti írska höf-
undarins }. M. Synge, „Playboy of
the Western World“ í þýðingu
Jónasar Árnasonar, undir leik-
stjórn Kevins Palmers. í rauninn
er þarna alls ekki um viðkomandi
snilldarverk Synge að ræða, held-
ur skrumskælingu einhverra lijúa,
Mairin og Nuala O’Farrell á sjón-
leiknum, sem hlotið hefur nafnið
„Lukkuriddarinn“ í þýðingunni.
Ekki er nóg með að íyrrnefnd hjú
hafi gert nokkrar textabreytingar
á leikritinu, heldur hafa þau og
„prýtt“ það söngvum, þó ekki írsk-
um þjóðvísum, heklur sem þau
hafa sjáll samið. Þetta er ófyrirgef-
anleg röskun — viðlíka og einhver
nútímahöfundur færi að ,,prýða“
Fjalla-Eyvind svipuðum samsetn-
ingi. Er í rauninni ekki aðeins
óskiljanlegt að nokkrum skuli leyf-
ast að spilla Jjannig viðurkenndum
snilldarverkum öndvegis höfunda,
heldur og að nokkurt „þjóðleik-
hús“ skuli láta sér særna að flytja
slíka skrumskælingu. Annars var
leikurinn sómasamlega fluttur.
Bessi Bjarnason og Kristbjörg
Kjekl gerðu aðalhlutverkunum,
Christopher Mahon og Margaret
Flaherty, góð skil, en þó báru Jtau
af, Helga Valtýsdóttir í hlutverki
ekkjunnar og Baldvin Halldórsson
sem Shawn Keggh. Leikstjórnin
einkenndist af sífelklum hlaupum,
fram og aftur um sviðið og alls-
konar ókyrrð, sem ekki á við Jtetta
listaverk, Jtar sem „the Irish twy-
light“ er ef til vill seiðntagnaðra en
í nokkru öðru írsku leikriti. Hing-
að til sýnist Þjóðleikhúsið fátt hafa
grætt á ráðningu hins brezka leik-
stjóra að stofnuninni, en hann á
nú eftir að Jtreyta Jtar sína aðal-
prófraun, og er skylt að fella ekki
neinn lokadóm yfir honum, fyrr en
að henni lokinni.
Tveir einjtáttungar Matthíasar
Johannessen ritstjóra, „Eins og Jtér
sáið“ og „Jón gamli“, sem sýndir
eru að Lindarbæ, komu ánægju-