Eimreiðin - 01.01.1967, Side 111
RirsjÁ
91
borg. Samkvæmt því sem Þorv. Thor-
oddscn segir í Landfræðisögu sinni,
var borgarstjóri þessi lærður maður
og vandaður og í miklum metum, og
auk Jress mjög trúaður, en það var
ekki lítill kostur á manni á Jreirri tíð.
Hann hefur áreiðanlega viljað gera
rit sitt sem bezt úr garði, en féll fyrir
Jtví, sem margan hendir, að vera of
trúgjarn á heimildir sínar. Þessu hætt-
ir mönnum við enn þann dag í dag
og Jrarf ekki annað en að lesa blöðin
til að fá staðfestingu á því. Þessi trú-
girni Andersens kom honum heldur
en ekki í koll, Jrví að eins og Þorv.
Thoroddsen kemst að orði í Land-
fræðisögunni varð árangurinn „að bók
sú, sem hann ætlaði að gjöra sem
vandaðasta og sannorðasta, varð ein-
hver hin vitlausasta og illorðasta, sem
nokkurn tíma hefur verið skrifuð um
Island. Þetta er auðsjáanlega mest að
kenna sögumönnum hans“.
Bók Horrebows er skipt í marga
smákafla og eru Jreir svör og leiðrétt-
ingar við riti Andersens. Er víða farið
mjög nákvæmlega út í smáatriði og
sumsstaðar geta þessar „leiðréttingar”
sennilega orkað tvímælis. Ég hef ekki
lesið bók Andersens og vil því engan
dóm á Jiað leggja, en ekki er alveg
laust við að Horrebow grípi jafnvel
sumstaðar til útúrsnúnings, til Jjess að
ná sér verulega niðri á borgarstjóran-
um, eins og oft hefur hent góða menn
og Jjarf minna tilefni til en heila
bók, sem svo er full af missögnum
sent rit Andersens. En um leið og bók-
ui er svar við firrum borgarstjórans,
llytur liún margvíslegan fróðleik um
Jijóð og landshagi og er ómetanleg
heimild. Hún er í rauninni skemmti-
lestur jafnframt. Þýðingin er á prýðis
goðu máli, eins og raunar var að
vænta, og útgáfan vönduð í alla staði.
Kort af íslandi fylgir, og er Jjað mikil
bókarbót, Jjví að hin mikla kortabók
Nörlunds mun vera í fárra manna
höndum hér.
]■ B.
Geir biskup góði i vinarbréjum: ÍS-
LENZK SENDIBRÉF VII. Finnur
Sigmundsson bjó til prentunar.
Bókfellsútgáfan 1966.
Dr. Jón Þorkelsson ritar svo um
Geir biskup Vídalín í sögu sinni af
Jörundi Hundadagakóngi, sem kom
út í Kaupmannahöfn árið 1892:
„Geir biskup Vídalín bjó í Reykja-
vík, í húsi því er enn stendur Jjar í
Aðalstræti, skáhalt móti landsprent-
smiðju húsinu gamla, og liefir Jjað
hús nú um hríð verið kennt við Kristj-
önu Jónassen1). Geir biskup var lærð-
ur maður og einna stílfærastur manna
í þá daga. Hann var ljúfmenni mikið
og lítillátur við alla, og var því af
mörgum kallaður Geir góði. Þó gat
liann verið alvörugefinn og skorinorð-
ur, ef á Jjurfti að halda, en tillögu-
góður var hann í öllu. Hann var
nokkuð hneigður til drykkjar og varð
snemma feitur og líkamsþungur". Neð-
anmáls tilfærir dr. J. Þ. svo skrítlu,
sem sýnir rólyndi biskups. Læt ég hana
fylgja hér með Jjar sem Jörundarsaga
mun nú vera í fárra manna liöndum:
„Ein sögn er það um spaklyndi
Geirs biskups, að maður einn nokk-
uð ófyrirleitinn austan úr Árnessýslu
mætti honum eitt sinn á götu í Reykja-
vík og Jjótti hann heldur feitur, kall-
aði til biskups og sagði: „Hvaða hel-
víti er að sjá þig, maður!“ „Þetta er
nú meinið mitt, maður minn“, svar-
aði biskup.
Tilsvör biskups lifðu lengi í munn-
mælum og sýna Jjau að hann hélt
1) Jj.e. 1892. Þar er nú verzlun Silla og
Valda.