Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 39
ki.úturinn 111 og farðu að borða!“ Þegar faðir mann var seztur undir borð, fór ég út til leikfélaga minna og sýndi þeim gjafirnar, og ég lék mér að þeim úti, unz sabbatsdagurinn gekk í garð og ég fór í samkomu- húsið með föður mínum. En hvað þetta var fagurt kvöld, þegar við héldum heim frá bænastundinni. Himininn var alþakinn stjörnum, ljós skinu úr hverju húsi og kyrrlátt fólk í sabbatsklæðum fylgdist þögult með föður mínum, til að trufla ekki englana, sem fylgja öllum Iieim frá samkunduhúsinu. Og heima eru ljósin tendruð og lagt á borð, og indælan ilnt leggur af hveitibrauðinu. Hvítur dúkur er breiddur á borðið og á því liggja tvö brauð, hulin smádúki, svo þeim verði eigi smán gerð, þegar vínið er blessað á undan þeim. Faðir minn beygði sig, gekk inn og sagði: „Friðsæla og bless- aða helgi!“ Og mamma endurtók: „Friðsæla og blessaða!“ Pabbi leit á borðið og hóf að syngja „Friður sé með yður“, en mamma settist við borðið með bænabók sína, og uppi í loftinu Ijómaði stóri lampinn með ljósum sínum tíu — tíu ljósum eins og boð- orðin tíu. Niðri á borðinu ljómuðu svo öll hin ljósin, eitt fyrir pabba, eitt fyrir mömmu og eitt fyrir hvert barn. Þótt við værum minni en foreldrar okkar, voru okkar kerti þó jafnstór þeirra. Nú varð mér litið til móður minnar sáluðu og veitti því eftirtekt að svipmót hennar var breytt. Ennið var lægra, því klúturinn var bundinn um höfuð hennar og huldi hárið. Hún starði stórum og gljáandi augum á föður minn, sem gekk um gólf og söng „Eshet Hail“ (Væna konu, hver hlýtur hana? Orðskv.). Klútshornin voru bundin saman undir hökunni og bærðust lítið eitt, af því að sabbatsenglarnir veifuðu vængjunum, svo loftið komst á hreyfingu. Þú getur reitt þig á, að það er satt, því glugganir voru lokaðir og hvaðan hefði þá blærinn átt að berast, ef ekki frá vængjum englanna? Eins og skrifað stendur í Sálmum Davíðs: „Hann gjörir vindana að sendiboðum sínum.“ Ég hélt niðri í mér andanum, til þess að trufla ekki englana og sá aðeins móður mína í upphafningu hennar, hreifst af helgi hvíldardagsins, sem er oss gefinn til dýrðar og dásemdar. Allt í einu fann ég að strokið var um vanga minn. Ekki veit ég hvort það voru englavængir eða klúturinn, sem straukst við mig. Sæll er sá, sem er þess unnað, að englar snerta höfuð hans, og lánsmaður sá, er nróðir hans lætur vel að á hvíldardagskvöldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.