Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 39
ki.úturinn
111
og farðu að borða!“ Þegar faðir mann var seztur undir borð, fór
ég út til leikfélaga minna og sýndi þeim gjafirnar, og ég lék mér
að þeim úti, unz sabbatsdagurinn gekk í garð og ég fór í samkomu-
húsið með föður mínum.
En hvað þetta var fagurt kvöld, þegar við héldum heim frá
bænastundinni. Himininn var alþakinn stjörnum, ljós skinu úr
hverju húsi og kyrrlátt fólk í sabbatsklæðum fylgdist þögult með
föður mínum, til að trufla ekki englana, sem fylgja öllum Iieim frá
samkunduhúsinu.
Og heima eru ljósin tendruð og lagt á borð, og indælan ilnt
leggur af hveitibrauðinu. Hvítur dúkur er breiddur á borðið og á
því liggja tvö brauð, hulin smádúki, svo þeim verði eigi smán gerð,
þegar vínið er blessað á undan þeim.
Faðir minn beygði sig, gekk inn og sagði: „Friðsæla og bless-
aða helgi!“ Og mamma endurtók: „Friðsæla og blessaða!“ Pabbi
leit á borðið og hóf að syngja „Friður sé með yður“, en mamma
settist við borðið með bænabók sína, og uppi í loftinu Ijómaði
stóri lampinn með ljósum sínum tíu — tíu ljósum eins og boð-
orðin tíu. Niðri á borðinu ljómuðu svo öll hin ljósin, eitt fyrir
pabba, eitt fyrir mömmu og eitt fyrir hvert barn. Þótt við værum
minni en foreldrar okkar, voru okkar kerti þó jafnstór þeirra. Nú
varð mér litið til móður minnar sáluðu og veitti því eftirtekt að
svipmót hennar var breytt. Ennið var lægra, því klúturinn var
bundinn um höfuð hennar og huldi hárið. Hún starði stórum og
gljáandi augum á föður minn, sem gekk um gólf og söng „Eshet
Hail“ (Væna konu, hver hlýtur hana? Orðskv.).
Klútshornin voru bundin saman undir hökunni og bærðust lítið
eitt, af því að sabbatsenglarnir veifuðu vængjunum, svo loftið
komst á hreyfingu. Þú getur reitt þig á, að það er satt, því glugganir
voru lokaðir og hvaðan hefði þá blærinn átt að berast, ef ekki frá
vængjum englanna? Eins og skrifað stendur í Sálmum Davíðs:
„Hann gjörir vindana að sendiboðum sínum.“
Ég hélt niðri í mér andanum, til þess að trufla ekki englana og
sá aðeins móður mína í upphafningu hennar, hreifst af helgi
hvíldardagsins, sem er oss gefinn til dýrðar og dásemdar. Allt í einu
fann ég að strokið var um vanga minn. Ekki veit ég hvort það voru
englavængir eða klúturinn, sem straukst við mig. Sæll er sá, sem
er þess unnað, að englar snerta höfuð hans, og lánsmaður sá, er
nróðir hans lætur vel að á hvíldardagskvöldi.