Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 40

Eimreiðin - 01.05.1968, Qupperneq 40
112 EIMREWIN IX. Þegar ég vaknaði, var kominn albjartur dagur, hvíldardags- morgunn hvelfdist um gervallan heim. Foreldrar mínir voru að leggja af stað, hann til samkunduhússins, hún til bænastofu afa míns. Faðir minn bar „Strejmel'' (sabbatshatt) úr safalaskinni á höfði og var klæddur kufli úr svörtu silki, en mamma var í svörtum kjól og bar hatt með fjöður. í bænastofu afa míns, þar sem móðir mín baðst fyrir, var ekki sungið mjög mikið, svo hún kom heirn á undan. Og þegar ég kom heim úr samkunduhúsinu með pabba, var hún sezt fyrir með klútinn sinn, og búið að bera á borð létt vín og brennivín, kaffibrauð og smákökur af ýmsum gerðum. Faðir minn laut höfði og gekk inn og mælti: „Friðsæla og blessaða helgi!“ Síðan lagði hann bænasjalið frá sér á rúmið, settist við borðsendann og sagði: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta,“ því næst blessaði hann vínið, skar af kökunni og hélt áfram: „I Sálmum Davíðs stendur: Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er.“ Þegar Tora skrínið er opnað á gamlárskvöld og sálmurinn mæltur fram, fer gnýr af hrifningu um söfnuðinn. Sams konar hrifning fyllti nú hjarta mitt. Ef móðir mín hefði ekki kennt mér, að ekki mætti standa uppi á stól né stökkva upp á borð, og ekki hafa hátt, þá hefði ég stokkið upp á borðið og hrópað: „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er!“ Eins og barnið, sem talað er um í Talrnúð, að sat á gullborði, sem borið var af sextán mönnum. Sextán silfur- keðjur voru tengdar við það og skálar og bikarar og föt og glös. Á því voru hvers konar dýrindis réttir, lostæti og kryddvörur, af öllu því er gjört var á sex dögurn sköpunarverksins. Og barnið gjörði kunnugt: „Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er!“ Mamma skar kökuna og gaf hverjum sinn skammt, en klút- hornin fylgdti hreyfingum hennar. Kirsuber féll á gólfið og safinn spýttist út, en enginn dropi lirökk á klútinn, hann var hreinn, eins og á þeirri stundu, er pabbi gaf móður rninni hann. X. Ekki er hvíldardagur á hverjum degi og konur bera ekki silki- klúta dags daglega. Hví skyldi kona skreyta sig, er hún stendur við eldstæði? Hver dagur er ekki hvíldardagur, en öðru hvoru koma líka hátíðisdagar. Drottinn hefur séð aumur á verkum sinna handa og gefið þeim gleðidaga, hátíðir og tyllidaga. Á minningarhátíð- unum þremur, Pesach, Shavuot og Sukkot (páskurn, hvítasunnu og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.