Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 72
144
EIMREIÐIN
hélt lengi að þetta væri ekki ann-
okkar höggvin í parta nema við
Fritz; rnikið óskaplega hefur þess-
um Rúmenum verið illa við SS-
Wiking að þeir skyldu vinna það
þeim til óheilla að láta saxa sig
niður ásamt þeim.
Áhlaup Kósakkanna var svið-
sett fyrir mig svo dramatískt að
ég fann næsturn stækjuna af
truntunum þeirra, sem kváðu
vera einhver ljótasta tegund
hestkyns nema ef vera skyldu
reiðskjótar Húna og Islendinga,
sem dugðu þó Atla Buðlasyni og
Einari Ben tilað eignast ríki og
álfur. Engin skot, bara öskrað
drepum líktog alþingismenn
gera við hver þingslit og höggvið
og höggvið með bjúgkorðum og
þýskir hausar, danskir sænskir
belgískir og rúmenskir rúlla eins-
og kókoslinetur um allar götur,
og gufan uppaf blóðlækjunum
orðin að taumum í loftinu þykku
af gulu ryki, líktog þyngdarlög-
málið gildi ekki lengur nema að
takmörkuðu leyti. Sumir rétta
upp hendurnar en þær eru jafn-
skjótt höggnar af (samkvæmt sér-
stakri tilskipan Koníefs marskálks
til Kósakkanna: höggvið rneðan
ykkur langar til) og það verður
ógnarlegt írafár á staðnnm með
alla Jressa svartklæddu Ijóshærðu
menn á hlaupum um allt stefnu-
laust og reynandi að grípa í allt
og alla með höndum sem þeir
hafa misst og síbyljuöskur þeirra
afskræma stílhrein gotnesk and-
litin í einskonar kúbisma.
Holmgren gretti Jrann helm-
ing andlitsins sem lieill var; ég
veitti Jrví nú fyrst athygli að
daufdumba helminginn hreyfði
hann aldrei, frekar en hann væri
herptur í skel. Hann sagði:
Eftir þetta breyttist Fritz enn
til hins verra; minnti nú helst á
hjaðnaðan rjóma. Hann missti
matarlyst og var utanviðsig.
Hversvegna í fjandanum léstu
svona, spurði ég. Hversvegna
hljópstu ekki eða faldir þig.
Hann brosti veikt einsog þegar
kettlingur kveinkar sér og svar-
aði: Ég nennti Jrví ekki.
Skömmu síðar Jregar við óðum
í hné rykið á einhverjum troðn-
ingi í Bessarabíu sagði hann upp-
úr eins manns hljóði: Ég hef guð-
lastað.
Nema hvað, sagði ég fótsár.
Ég efaðist um guðdóm Frels-
ara míns, hélt hann áfrarn að
tauta útá milli þurrsprunginna
varanna. Ég hélt að meginblekk-
ing kirkjunnar væri fólgin í
trúnni á friðþægingu Guðssonar.
Af Píslarsögunni má ráða að
Hann hafi skynjað þjáningu
sína áður en hún hófst, annars
liefði hann ekki verið þess um-
kominn að slá því fram að
Mannssonurinn ætti að láta lífið
fyrir marga; dvölin í Grasgarð-
inum bendir til Jress sama. Ég