Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 43

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 43
KLÚTURINN 115 inn kom upp í kverkar mér. Ég hafði naumast brotið klútinn sund- ur, er hjarta mitt nötraði af hrifningu og unaðurinn jókst um allan helming. Ég tók klútinn af mér og rétti fátæka manninum hann. Hann tók við klútnum og vafði honum um sár sín. I sama bili kom sólin fram og kyssti mig á hálsinn. XIII. Þegar ég kom lieim að húsinu okkar, gekk ég allt í kringum það. Loks kom ég að glugganum hennar mömmu, sem hún var vön að horfa út um. Staðurinn var furðu eyðilegur. Sólin hellti geislum sínum yfir hann, lirin brenndi ekki, en vermdi, og kyrrð var yfir öllu. Nokkrir menn gengu um, og annar þeirra strauk urn enni sér og varp öndinni svo varla heyrðist. Mér finnst það andvarp liggja ennþá í loftinu. Hve lengi stóð ég þarna? Eitt eða tvö augnablik eða ef til vill lengur? Loks herti ég upp hugann og gekk inn í húsið. Þegar ég kom inn, sat nróðir mín sálaða við gluggann, eins og hún var vön. Ég heilsaði og hún tók kveðju minni. Nú fann ég allt í einu með sjálfum mér, að ég hefði gert henni rangt til. Klútinn fallega, sem hún hafði átt og bundið um höfuð sér á hátíðis- og lielgidögum, hafði ég tekið og gefið hann fátæklingi, til að vefja um fætur sér. Ég komst ekki að því að biðja hana að fyrirgefa mér, því hún leit til mín með ósegjanlegri ástúð og blíðu í svip. Ég horfði líka á hana og hjarta mitt fylltist innilegri gleði, eins og á sabbatsdaginn, þegar mamma batt klútinn um höfuð sér í fyrsta skipti. Hér lýkur sögunni af klútnum hennar móður minnar sálugu. Jóhann Bjarnason þýddi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.