Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 63
SKUGGA-SVEINAR
135
Sagði svo hlédrægnislega á
ensku en ekki rnjög kurteislega:
Ég var ekki að tala við yður.
En í sömu svipan lirökk hann
uppúr órum sínum er hann
gerði sér ljóst að ég mælti á
sænsku. Hann hvessti á mig
þetta eina auga fullt með þeirri
ísbláu hörku sem algengt er að
hitta fyrir hjá sænsku lágstéttar-
fólki — socialgruppe tre auðvit-
að, því síðan kratar gerðu úr
laíndinu velferðarríki er þar
ekki talað um stéttir. — Hann
var ekki fullur að ráði.
Eruð þér sænskur, spurði
hann.
Nei, svaraði ég, ekki var nú
það, þótt svo að ég hefði að vísu
dvalið um skeið í föðurlandi
hans. Hann setti upp engan for-
vitnissvip einsog algengteraðsjá
erlendis Jregar heyrist að maður
sé frá íslandi, en spurði Iivort
ekki væri upplagt að taka þang-
að ferju frá Björgvin, hvort ferð-
in tæki rneira en dagstund. Ekki
kom mér þetta á óvart, því að
segja má að í tvö horn skipti um
Jtekkingu Svía á íslandi; þeir
sem hafa verið vissan árafjölda
í skóla vita allnokkuð og hafa
lesið Njálu og Gunnlaugssögu
ormstungu, hinir svotil ekkert.
Nú er Jrað svo að Jrað er fjarri
mér að fúlsa við mönnum þótt
þeir kunni ekki utanbókar sögu
og landafræði föðurlands míns;
mér er spurn, hvað veit íslensk-
Dagur Þorleifsson.
ur almenningur unt Álands-
eyjar eða Sardiníu? Það æxlaðist
því Jrannig að framhald varð á
viðræðum okkar Norðurlanda-
búanna. Það var ekki laust við
að honum þætti gaman að hitta
þarna óvænt fyrir útlending,
sem skildi hans eigið málmi
skærra mál, ef hægt er þá að
nota þessa rómantísku samlík-
ingu Matthíasar um slangið
lians. Ég spurði, hvað honum
gengi til að vitna í Fyrstu Móse-
bók í þessu umhverfi.
Þekkirðu til Mormóna, gagn-
spurði hann.
Ég ansaði því að ég vissi fátt
um þá annað en Jreir væru með-
mæltir fjölkvæni, enda siðbetri
en aðrir kristnir menn.
Þeir segja að negrarnir séu