Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUVERXD í NÚTÍMA 1‘JÓÐFÉLAGI
101
staða. Semja þarf skrá yfir þau landssvæði og náttúrufyrirbæri, sem
ber að friða, að vísu á mismunandi hátt. sum hver vegna náttúru-
fegurðar, önnur sökum fágætis og enn önnur með tilliti til vísinda-
legrar þýðingar þeirra. — Það þarf að vekja áhuga skólaæskunnar
fyrir náttúruvernd og gera efninu skil í náttúrufræðikennslubók-
um. Ungmennafélög, skátafélög og önnur æskulýðssamtök ættu
að taka náttúruvernd á stefnuskrá sína. Almenn náttúruverndar-
félög þyrfti einnig að stofna sem víðast um landið.
Margt fleira mætti upp telja, en hér verður látið við sitja, því
að greinarkorni þessu er ekki ætlað að gera náttúruverndarmálun-
um tæmandi skil, enda ógerlegt í svo stuttu máli. Tilgangurinn
er líka fyrst og fremst að vekja áhuga landsmanna fyrir þeim og
benda á aðsteðjandi hættur.
Náttúruvemd er jákvæð stefna. Henni er ekki beint gegn neinu
nema því, sem stuðla kann að eyðingu náttúruverðmæta landsins.
Náttúruvernd er því ekki andvíg ræktun landsins, ekki heldur skóg-
rækt eða sandgræðslu, ef náttúruverndarlögmál eru ekki brotin
við slíkar aðgerðir. Náttúruvernd hefur þann einan tilgang, að
vernda náttúru landsins, svo að þjóðin megi öll njóta hennar í
sem ríkustum mæli. Og í tækniþjóðfélagi nútímans er þess meiri
þörf en nokkru sinni fyrr.
Mmtsbókasafnið
á Mkureyrl