Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 23
ít,<
Náttúruvernd í
nútíma þjóðfélagi
eftir
Birgi Kjaran
Náttúran.
I stuttu máli verður svo viðamiklu efni, sem yfirskrift þessarar
greinar ber, ekki gerð tæmandi skil, og því aðeins stiklað á stærri
steinunum, þótt auðvitað kunni það hér sem víðar að orka tvímælis,
hvað skiptir meginmáli og hvað telja beri til aukaatriða.
Eg held því, að ekki sé óhyggilegt, í upphafi máls, að gera grein
fyrir nokkrum hugtökum, eða öllu heldur þeim skilningi, sem ég
legg í þau. Á ég þar fyrst og fremst við orðin náttúra og náttúru-
vernd.
Náttúra eins lands er margslungið mál og erfitt að skilgreina í
einni setningu og trúlega oft betur lýst og túlkuð í ljóði, litum eða
tónlist, heldur en hægt er að orða í mæltu eða rituðu máli. — Frá
mínu leikmannssjónarmiði samanstendur liún af jarðgerð landsins,
jarðsögu þess, gróðri, dýralífi, hafinu, sem að því kann að liggja,
loftslagi og sjálfsagt fleiru. Þetta allt skapar landi ásjónu, sem við
köllum náttúru.
Ef fara á eitthvað nánar út í þessa sálma, er ef til vill ekki ófróð-
legt að vita, að talið er, að hér á landi vaxi um sex hundruð jurtir.
Hérlendis munu vera á annað hundrað fuglategundir og 60—70
tegundir steina og bergs hafa fundist á landinu. Eitt af sérkennum
íslenzkrar náttúru er það og, að á íslandi munu fyrirfinnast um
100 eldstöðvar og þar af 30 taldar virkar enn. Þá er það ekki síður