Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Page 84

Eimreiðin - 01.05.1968, Page 84
156 EIMREIÐIN Watson Kirkconnell: A SLICE OF CANADA: MEMOIRS. Published for Acadia University by University of Toronto Press, 1967. Eins og heiti hennar gefur í skyn, liefur þessi bók, sem er 365 þéttletrað- ar bls. að meginmáli, inni að lialda æviminningar iiins víðkunna bók- mennta- og menningarfrömuðar og rnikla íslandsvinar, dr. Watson Kirk- connell. Er hún eins og vænta mátti prýðisvel í letur færð, bæði um niður- skipun efnisins og vandað málfar, og her því gott vitni, að þar er að verki víðmenntaður fræðmaður og þaulæfð- ur rithöfundur. Dr. Kirkconnell, sem varð 73 ára gamall í maímánuði síðastliðnum, á sér að baki óvenjulega atburðaríkan og ntargþættan starfsferil. Hann var um langt skeið prófessor í ensku og klassiskum fræðum við Wesley College (University of Manitoba) í Winnipeg, síðan í nærri tvo áratugi forseti ensku- deildar McMaster University, og eftir það í rnörg ár rektor Acadia Universi- ty í Wolfville, Nova Scotia. Lét hann af því starfi fyrir fáum árurn, og er nú forseti enskudeildar háskólans. En þó að enskukennsla hafi lengst- um verið aðal ævistarf hans, hafa áhugamál hans verið miklu víðtækari. Eins og æviminningar hans sýna, hef- ur hann látið til sín taka ntargvísleg mennta- og menningarmál, trúrnál og stjórnmál, ekki sízt heimsmál, svo sem friðarmálin, að nefndir séu nokkurir meginþættir í athafnamiklu starfslíli lians. Víðkunnastur er dr. Kirkconnell samt sem afar mikilvirkur rithöfund- ur. Eftir ltann hafa komið út 170 bæk- ur og bæklingar og yfir 600 ritgerðir, aðallega á sviði samanburðarbók- mennta. Eru bækur hans jöfnum hönd- um í óbundnu máli og stuðluðu, frum- santdar og þýddar. Fvrir tveim árum kont út mikið úrval úr frumortum og þýdclum ljóðum hans (Centennial Tal- es a?id Selected Poems), er bera því ágætt vitni, hversu prýðilegt ljóðskáld hann er, samhliða því að vera frábær tungumálamaður, fjölhæfur og ósjald- an rnjög snjall ljóðþaýðandi (Sjá rit- dóm rninn um þessa efnismiklu merkis- bók í Eimreiðinni, sept,—des. 1966). Og það er einmitt sú mikilsverða og þakkarverða hlið á rithöfundarstarf- senti dr. Kirkconnells, sent snýr sér- staklega að oss íslendingum. í mjög athyglisverðum og fróðlegum kafla í æviminningum sínum („Canada’s Un- seen Literatures”), lýsir hann því, hvernig hann snemma á Winnipeg- árum sínum kynntist íslenzkum sam- kennurum sínum og stúdentum á Wes- ley College, íslenzkri blaða- og bóka-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.