Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 75
SKUGGA-SVEINAR
147
sem þú og flestir aðrir þekkja,
sá opinberi, leyfilegi heimur, sá
heimur sem skráður er á bækur.
Þó hefur einstaka sinnum borið
svo við að við höfum orðið að
eldroki sem eytt hefur heilli
heimsálfu og ef til vill kemur sá
dagur fyrr en varir eða einhvern-
tíma að við verðum að synda-
flóði sem drekkir öllum þessum
andskotans heimi ykkar, þessum
heimi stöðugrar lýgi, þessari
kölkuðu gröf.
Og hvað kemur þá í staðinn,
sagði ég. Ekkert.
Kannski, sagði hann. Eða allt.
Hann tróð síðustu flíkinni
niðrí töskuna og smellti henni
aftur. Svo rétti hann úr sér svo
snögglega að hann virtist hafa
hækkað um þumlung.
Kannski verður það aldrei,
sagði hann hvass í máli. En það
verður alltaf á næsta leiti. Hvað
sem allri ykkar velferðarlýgi og
húmanískum tannkremsbrosum
líður. Einn daginn drepurn við
forseta í Dallas, annan trúboða í
Kongó. Kannski einhvern sem
við hötum eða öfundum, kannski
bara einhvern sem stendur vel
við höggi. Við erum þeir, sem
þið alltaf rekið útí hornin, þar
sem skugga ber á. Og við verð-
um alltaf tilbúnir með hnífinn
meðan einhver skuggi er til.
Ég sneri við honum baki.
Hittu mig úti á pöbb í kvöld,
sagði ég um öxl.
Við vorum nýkomnir að disk-
inum þegar sá járnsvarti frá
Máritíus kom til okkar.
Við ætlum að marséra að
Parlamentinu, sagði hann. Það
er kröfuganga.
Utaf hverju, spurði ég fyrir
siðasakir.
Hann sagði það stæði til hjá
hvítum heimsvaldasinnum og
kynþáttakúgurum í Ródesíu að
hengja nokkra svarta fjölnis-
rnenn. Þú kemur með okkur,
sagði hann.
Nei.
Hann kom hérumbil uppí
mig, og hvílík djöfuls svitastækja.
Þú vilt þá láta hengja þá, sagði
hann og röddin var menguð
hljómlausri ögrun.
Ætli þeir deyi ekki hvortsem-
er, sagði ég.
Hann leit á mig bólgnum aug-
um og varð enn svartari í fram-
an. Svo vék hann sér að Holm-
gren.
Kemur þú, sagði liann fálega.
Svíinn drakk langan teyg. Má
varla vera að því, sagði hann. Ég
er að fljúga af stað til Kongó eft-
ir svosem klukkutíma.
Máritingurinn geiflaði losta-
legar svampkenndar varimar
fólskulega og yfirgaf okkur.
Holmgren pantaði aftur í koll-
una.
Þessi heimur er á hraðferð til
andskotans, sagði hann ófrum-
lega og dæsti.