Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Side 41

Eimreiðin - 01.05.1968, Side 41
KLÚTURINN 113 laufskálahátíð), bar móðir mín fjaðurhatt sinn er hún gekk í sam- kunduhús og heima fyrir batt hún silkiklútinn um höfuð sér. En á nýársdag og friðþægingarhátíðinni veik ekki klúturinn af höfði hennar allan daginn, og ekki heldur fyrra hluta hins minna frið- þægingardags. Ég átti bágt með að líta af móður minni sáluðu á friðþægingarhátíðinni, þegar hún gekk með klútinn og augu henn- ar ljómuðu við bænahald og föstn. Mér fannst hún líkust bæna- bók, sem var bundin í silki. Annars lá klúturinn samanbrotinn í skápnum, en dagana fyrir sabbats- og helgidaga tók mamma hann upp. Aldrei sá ég liana þvo klútinn, og var hún þó ákaflega nákvæm með hreinlæti. Helgi- dagar og liátíðir spara klæðnaðinn, séu þeir réttilega haldnir. Það var mín sök, að klútnrinn skyldi ekki endast henni ævilangt og ganga í arf til eftirkomendanna. Hvað kom fyrir? Það gerðist á þessa lund. Daginn sem ég var fermdur batt móðir mín heitin klútinn um hálsinn á mér. Lofaður sé guð, sem hefur gefið jörðina þeim, er gæta gjafa hans. Ekki var rykkorn að finna á klútnum. En þá var dómurinn yfir honum þeg- ar upp kveðinn: að ég skyldi glata honum. Klútnum, sem aldrei hvarf úr huga mér, hefi ég sjálfur týnt. XL Ég skal nú skýra frá málavöxtum, áður en ég.vík að sjálfu sögu- efninu. Um þetta leyti birtist fátæklingur í bænum okkar, þakinn sárum og kýlum, með bólgnar hendur, í rifnum fataræflum og slitnum skóm. Hvar sem hann sást á ferli, köstuðu börnin eftir honum mold og grjóti. Og það voru ekki börnin ein, heldur og borgararnir, er sýndu honum fyrirlitningu. Fyrir kom það, er hann gekk til torgsins að kaupa brauð eða lauk, að sölukerlingarnar ráku hann burt í vonzku. Var það vegna þess, að sölukonurnar í bænum okkar væru illmenni? Nei, Jrær voru einkar hjálpsamar. Til vorn þær, er skiptu brauði sínu milli munaðarleysingja og aðrar, sem tíndu hrís í skóerinum osr gáfu hinum fátæku til eldiviðar. En hverjum fátæklingi eru ætluð sín örlög. Og þegar hann flýði inn í samkunduhúsið, ávítaði samkunduþjónninn hann og rak hann út. Ef hann laumaðist inn í samkunduhúsið á hvíldardagskvöldið, var enginn sem bauð honum heim til matar. Ekki svo að skilja, að börn Abrahams væru miskunnarlaus við fátæka, mikil ósköp. En útsendarar Satans fylgdu þessum fátæklingi og drógu ský fyrir 8

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.