Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 73
SKUGGA-SVEINAR 145 að er hvereinn gæti, skynjað þjáning sína meðan hún er í að- sigi eða jafnvel þjáning annarra. Maður hefði til dæmis getað ætl- að það um óðan Kríteying einsog E1 Greco. En það er undarlegt, óraunverulegt, að liorfa á hömlu- lausa þjáning án þess að vera að- ili að henni. Maður gæti haldið að það væru sjónhverfingar. Trú- ir því ekki hversu oft sem maður sér það. Og loks flaug mér í hug hvort ég gæti fundið til áður en Kósakkinn hyggi af mér hand- legginn . . . Ekki er öll nótt úti enn, sagði ég fúll. Hversvegna reynirðu ekki að skera af þér eyrað einsog þessi vitlausi hollenski klessu- málari, sem ekki gat gagnast mellunni. Hann sagði: Þú lánar mér þá vonandi hníf (hafði týnt sínum) og plokkaði kutann síðan til sín án þess að bíða svars og gerði einsog ég hafði stungið uppá og betur þó. Ekki annað heldur hæði. Og þessi dæmalausi æða- vessi hríslaðist niðrum hann og varð að rauðum ormum sem engdust í rykinu. Ég rauk uppí vonsku og ætlaði að rífa af hon- um hnífinn, en hann glápti bara framaní mig skel 1 iflissandi líktog alkóhólisti með deleríum og pot- aði hnífnum svo inní hlustina á mér; lét hann standa þar. Hann braust ekkert um þegar hann var tekinn en kímdi íbygginn og það flaut úr augum hans vatn; það var farið með hann eitthvað aft- urfyrir. Ég frétti seinna að hann hefði verið á spítalaskipi sem sökkt var með öllusaman á leið- inni frá Ódessu. Hefur sjálfsagt verið orðinn snarvitlaus útaf þessari guðfræði. Ég fór skömmu síðar; gestgjafi minn sem var daufdumbur að hálfu var þá hérumbil búinn úr flösku á engum tíma og ekki vottur af epík lengur í frásögn- inni. Ég fetaði mig út meðan hann var að hella í hjá sér; fóta- takið heyrðist ekki á teppinu. En jafnskjótt og ég hafði lagt aftur á eftir mér var hurðin lostin dumbu liöggi innanfrá; það var þesskonar hljóð sem verður þeg- ar stál smýgur inní tré með mjög skyndilegum hætti. Mér er sagt að það sé ógott að drukkna í Svartahafinu, líklega engu betra en í Tems. í það safn- ast hérumbil allur sori sem Sov- étblökkin að viðbættum Hund- tyrkjanum gefur af sér, og aðeins lítilræði af allri þeirri hlandfor seytlar útum Bospórus. Morguninn eftir mætti stríðs- lietjan ekki í harðsteiktu eggin. Hinsvegar sá ég hann haltra framhjá dyrunum inneftir gang- inum, en þar voru einkahíbýli húsfrúar. Ekki heyrði ég hvað þau ræddust við, en hinsvegar gjammaði terríerkvikindið með grimmdarlegasta móti. Ég mætti 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.