Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 86

Eimreiðin - 01.05.1968, Blaðsíða 86
158 EIMREIÐIN ættarnafni sínu og ltinni ensku mynd nafns síns; jáfnframt skilgreinir hann það, livers vegna hann telur sig bæði Kanadamann og Islending. 1 þessari urnsögn um bók lians þykir mér fara vel á því að viðhafa hið íslenzka skírn- arnafn lians, minnugur þess, að þar sem hann hefur um langt skeið skipað virðulegan ltéraðsdómarasess í Mani- tobafylki, tala íslendingar vestan hafs venjuleg urn hann sent „Lítidal dóm- ara“. Hann hefur áður gefið út þessar bækur: Two Ways of Life: Freedorn or Tyranny? (1940. Sjá ritdóm minn í EimreiÖinni, júlí—september 1941); Canadian Citizenship and Our Wider Loyalties (1946); og The Saskatchewan Icelanders, A Strand of the Canadian Fabric (1955). Allar eru bækur þessar athyglisverðar um margt, en hin síð- asttalda snertir oss íslendinga sérstak- lega, því að hún fjallar, eins og heiti hennar bendir til, um Islendinga í Saskatchewanfylki í Kanada og er skil- merkilegt og fróðlegt yfirlit um land- nám þeirra í umræddu fylki og fram- lag þeirra til kanadisks þjóðlífs. Þessi bók má því í vissum skilningi skoðast sem forspil að hinu nýja og umfangs- rnikla riti höf. um Islendinga í Kan- ada, sem hér er stuttlega gert að um- talsefni. En það er 2. bindi í ritsafni um hin ýmsu þjóðarbrot í Kanada (Canada Ethnica Series), er út eru gef- in á vegum The Centennical Commis- sion í Ottawa og Tlie Canadian Ethnic Press Federation í Winnipeg, í tilefni af aldarafmæli Fylkjasambands Kanada 1967. Valdimar Lindal tjaldar sögusvið sitt með inngangi um samhengi nor- rænnar og islenzkrar menningar og áhrifavald hennar og skírskotar þar til unnnæla fjölmargra erlendra og ís- lenzkra fræðimanna máli sínu til stuðnings. Lýkur hann inngangskafla sínum á þá leið, að með þessu riti sínu vilji hann leitast við að sýna það, að hve miklu leyti íslenzkar menning- arerfðir, nánar tiltekið „The Icelandic Mind“ (íslenzkur andi), eins og hann orðar það, hafi haft varanleg áhrif í kanadisku þjóðlífi. Þessi bók hans er ekkert smáræðis- rit, því að hún er 512 bls. í stóru broti. Innihaldi hennar er ágætlega lýst í stuttu rnáli í eftirfarandi máls- grein í ritdómi Haraldar Bessasonar prófessors (Lögberg-Heimskringla 30. nóv. 1967); „Blaðsíðufjöldi einn gefur til kynna meiri háttar verk. Ekki er minna vert um langa nafnaskrá, sem gerir bókina handhægt uppsláttarrit. I þriðja lagi má geta myndanna, sem prýða bók- ina. Margar þessara mynda eru fágæt- ar og liafa rnikið sögulegt gildi. Bók- inni er skipt í átta þætti. í fyrsta þætti ræðir höfundur hinn forna menningararf Islendinga og það sam- spil erfða og umhverfis, sem átti þátt í sköpun þess arfs. í öðrum þætti er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.